Liljan - 01.11.1926, Blaðsíða 11

Liljan - 01.11.1926, Blaðsíða 11
LILJAN 71 varð&ði ekkert um að vita, að máfarn- ir þama á ísnum væru af ýmsum teg- undum, sjer væri nóg að vita, að þess- ir fugtar væru máfar. En það, sem vakti fyrir mjer, þegar jeg fór að skrifa þessa litlu ritgjörð, var einmitt það, sem jeg svaraði þess- um vini mínum þá. Við erum því loks nú að komast að efninu. En svarið var eitthvað á þessa leið: Jeg kom fyrst í útlenskan skóg um haust. Mjer þótti það mjög merkilegt og gaman, en ekki held jeg að jeg hafi sjeð annað í skóginum þá, en trje og fugla. Jeg kom ekki í skóginn aftur fyr en næsta vor. Jeg hafði um veturinn eign- ast litla bók. Lesmálið var lítið í henni. En á hverri blaðsíðu var Ijósmynd af laufi einnar trjátegundar og nafnið fyrir neðan. Jeg hafði sett á minnið gerð lauf- blaða hinna ýmsu trjátegunda, og þeg- ar jeg nú aftur kom út í skóginn, þá var hann allur annar en jeg hafði áður séð hann. Áður sá jeg ekki annað en trje, tóm trje. En nú sá jeg beykitrje, eik, ask, álm, ösp. Já, jeg sá meira að segja tvenskonar aspir. — Þetta hjerna háa trje hlaut að vera silfurösp, en hin ösp- in, sem laufið skalf á, þó mjer virtist vera logn, hlaut að vera blæösp, það trje, sem festi rætur í Danmörku fyrst allra trjátegunda, er nú vaxa þar; það var þegar ísaldarjökullinn bráðnaði, hinn mikli skjöldur, er eitt sinn huldi nær alla Danmörku. En ekki vissi jeg þá að blæöspin á heima á Islandi og hefur haldist við þar alt frá því fyrir landnámstíð, og þó ekki nema á sára- litlum bletti í norðanverðum Fnjóska- dal í Þingeyjarsýslu. Hún býr þar hok- urbúskap — hún, sem er stæðilegt trje í Danmörku, er í Fnjóskadal ofur- lítil, jarðlægur og skriðull smárunni, sem teygir tæplega fingurlangar grein- ar móti sumarsólinni. Og jeg sá greni þama í skóginum undir vorhimni hins draumhýra lands, er Matthías kveður um, greni, sem nú er að fá nafnið jólatrje í íslenskunni! Og jeg sá drungalega furu, en bæði voru þessi barrtrje að auka framan við greinar sínar, og minti á sokk, sem gert er neðan við, úr Ijósara bandi. Jeg sá líka eina barrlind1; hestar drepast af því að éta af henni, og nautpeningar oft líka, en fommenn sóttust eftir henni til þess að gjöra af boga sína. Barrlind getur orðið afargömul. Nálægt Rúðu- borg eru ennþá barrlindir, sem vom stærðar trje mörg hundruð áram áður en Göngu-Hrólfur herjaði þar, þau eru áætluð yfir 1500 ái’a, og eru þó að sögn til eldri barrlindir í Englandi. Loks sá jeg björkina. Ilún var næst- um alveg úti í feni. Hún gat ekki vax- ið þar, sem hinar trjátegundimar þrif- ust, því þær uxu henni yfir höfuð. Hún óx þama í feninu af sömu orsök og bumirótin finst í klettum,en það er eigi af því að bumirótin gæti ekki vaxið annarsstaðar, ef hún fengi að vera í friði. Þar sem hún er flutt í garða, og mennirnir sjá um, að hún fái að vera óáreitt af öðrum jurtum, verður hún frjórri og fegurri en nokkru sinni úti í víðáttunni. Björkin var ekki ilmbjörkin íslenska, en það var lílc tegund. Svona leit þá björkin út, þar, sem hún fjekk að vaxa upp óáreitt af mönnum og dýram. Eitthvað líkt þessu vora þá bjarkimar í landnámstíðar-skógunum íslensku — fjársjóðunum eyddu, feg- urðinni horfnu, er við hörmum svo mjög. En jeg sá meira en allar þessar trjá-

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.