Liljan - 01.11.1926, Blaðsíða 6

Liljan - 01.11.1926, Blaðsíða 6
66 LILJAN þeirra hjeldu voðalegan samsöng á leir- krukkur, en hið fimta, elsta barnið, ljek undir á trjelúður. Þegar vjer komum inn, stóð faðir þeirra upp og stappaði í gólfið til að þagga niður í bömunum og heilsaði oss vingjamlega og frjálsmannlega. Gamla konan lagði bókina á borðið, tók af sjer gleraugun og horfði fast á okkur. „Hvaðan eruð þjer, góðir menn?“ sagði hún, „eigið þjer eigi hús og heimili á jólakvöldið, eða liggur skip yðar og eigur á hafsbotni ? En þá hafið þjer ekki skotið hafnsöguskoti, svei mjer þá alla daga“. Að svo mæltu bleytti hún fingurinn og tók skarið af einu Ijósinu, stóð upp og lýsti framan í okkur. „Já-já!“ sagði hún svo, „þá hlýtur hjerinn að vera al- mennilega hvítur, ef menn nenna að vera að elta hann á sjálft jólakvöldið. Nú er best að gá að, hvað er til að borða handa ykkur öllum. Þurmeti er víst til og Anna verður að reyna að hreyta geitumar betur. En það er ómögnlegt að fara að elda graut svona um miðja nótt“. Þessari áhyggju ljettum vjer skjótt af gömlu konunni og hjónunum. Vjer fórum úr yfirhöfnum vomm og vermd- um oss. Síðan buðum vjer þeim í staup* inu og höfðum vingan þeirra fyrir, því að oss var ljúft að veita og þeim enn ljúfara að þiggja það. Vjer urðum brátt heimakomnir og leið oss vel í hinni hlýju stofu. Gamla konan ætlaði að fara að búa um okkur og rak eftir að mjólkaðar væru geitumar. En þá kom atvik fyrir, sem gerði enda á vinnu hennar og hafði þær afleiðingar, sem vjer gátum eigi sjeð fyrir. Skipstjórinn hafði orðið eftir niðri við bátinn, en hafði nú loks komið öllu í lag þar, heflað seglin, fest bátnum, sent farangur vom upp til kofans og var að öllu búinn til gistingarinnar. En hann mundi eftir því, sem vjer höfðum gleymt, og hleypti úr byssu sinni áður en hann kom inn í hlýjuna. Þessi skot- hvellur kom öllu í uppnám. Gamla konan heyrði dunumar og fleygði í fáti dúnkodda, sem hún hjelt á, og mælti sorgmædd: „Heyrið þið ekki skot? Guð hjálpi nú Júnó, sem vildi ekki hafa vetrarlægi í Noregi, en vill heldur vera að veltast hjer innan um blindskerin á þessum tíma árs. Farðu út á bátnum, drengur minn, en haltu vel í útnorðrið, svo að þú sjert undir vindinum. Við skulum gá að börnunum; þú þarft ekki að vera hræddur um þau; en flýttu þjer nú“. Yngri eyrum var það auðheyrt, að gömlu konunni misheyrðist. Drengur- inn, sem hún kallaði, sonur hennar fertugur að aldri, tók hlæjandi fram í fyrir henni og sagði að hálfu af gremju, að hálfu af meðaumkun: „Alt- af hefir þú þessar ofheymir, mamma mín, og jeg er sannfærður um að þú heyrir skot, ef fluga gengur yfir gröf þína, þegar þú ert þangað farin til hvíldar. En ef mjer skjátlast ekki, þá var þetta hjerafæla, sem einhver gest- anna Ijet bresta í niðri við ströndina, en ekki sexpundabyssa Júnónar". „Ekki spyr jeg að“, sagði gamla kon- an, „ætíð þykist ungviðið nógu viturt, en jeg er ekki vitlaus og ekki fædd af vitlausum foreldum. En jólakvöldið er gleðistund fyrir alla aðra, það er sorg- arkvöld mitt. Jeg ræð ekki við það, og hvað gat jeg gert, vesöl kona. Setjist þið nú við eldinn, gestir góðir, þá skal jeg segja yður hvað veikbygð kona gerði og hvað hún fjekk að launum fyrir það“. Vjer gerðum nú sem gamla konan

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.