Ljósvakinn - 01.10.1922, Side 3
LJÓSVAKINN
3
Það var eins og hann væri að spila á
dýpstu strengi hjartna þeirra alla þá
stund sem hann lék á þessa gömlu, ó-
hreinu og útötuðu fiðlu.
Loks hætti hann og þegar þeir voru
aftur búnir að losa sig undan áhrifa-
valdi fiðlutónanna, þá fóru þeir að
keppa um fiðluna: »50 gineur«, »60«,
»70«, »80«, svona keptust þeir á að
bjóða hver öðrum betur. Og endirinn
varð sá, að mikli fiðlarinn sjálfur keypti
hana fyrir 100 gineur. Og að kvöldi
hins sama dags kom saman múgur
manna, inargar þúsundir og voru svo
hrifnir, að þeir héldu niðri í sér and-
anum. Svona voru tónarnir áhrifamiklir,
sem framleiddir voru úr þessu gömlu,
óhreinu útötuðu lítilsmetnu fiðlu.
Hún var einskis metin þangað til
hún komst í hendur meistarans. Eng-
inn þekti gildi hennar, fyr en hönd
meistarans var búin að birta hið fá-
gæta gildi hennar og hina fögru tóna,
sem leyndust í henni. Hann setti þetta
vafasama hljóðfæri í sitt réttmæla heið-
urssæti frammi fyrir þúsundum áheyr-
enda.
Má ég svo fá leyfi til að hvísla þér í
eyra og spyrja hvort einn eða annar af
oss hafi virt sinn innra mann að vett-
ugi? Vér höfum boðið 5 gineur, þó að
hann gilti óteljandi sinnum meira, þeg-
ar litið er til hans, sem manninn hefir
skapað. Metum eigi of lagt handaverk
Guðs, meislaraverk Guðs|
Fiðlan þurfti þess við að rykið væri
strokið af lienni og hún væri stilt að
nýju, til þess að hún gæti látið óma
sina beztu tóna. Skyldum vér ekki hver
um sig fela þetta verk guðs, sem fá-
gætast er allra hljóðfæra, í hönd meíst-
arans? Það er óhjákvæmilegl að gera
breytingar, þegar meislarinn tekur við
því, en þegar hann hefið fullkomnað
verk sitt í oss, þá mun út af lifi voru
streyma hinir dýrlegustu tónar Guðs
sjálfs, sem laða munu alla, sem heyra
þá til hans, sem er mcistari meistaranna.
Það var líka svar.
Af sérstökum ástæðum var Spurgeon
sagt frá því, að kona sem var stórorð
mjög, ætlaði að gefa honum ráðningu,
þegar hún hitti hann næst.
»Já«, sagði Spurgenn, »en við skul-
um nú vera tvö ein um það«.
Skömmu síðar gekk hann fram hjá
húsi hennar. Hún rauk óðar að hon-
um og sendi honum tóninn.
Spurgeon brosti og sagði: »Jú, eg
þakka yðnr fyrir, mér líður ágætlega
og eg vona, að yður liði vel lika«.
Hún tók þá aftur að ausa skömmum
yfir hann, en Spurgeon svaraði bros-
andi:
»Já, það lítur ineira en svo út fyrir
heilirigningu; eg held það sé best að
eg hraði mér af slað«.
»Æ«, sagði kvenvargurinn, »hann er
heyrnarlaus eins og rekabútur; það er
gagnslaust að vera að skamma hann«.
Hrós og last,
Það verður oftast sú raunin á, að
vér erum of naumir á að hrósa og upp-
örfa, en ósparir á kuldalegar aðfinslur
og last, að þvi er kemur til barna og
unglinga. Margar erfiðar tilraunir, sem
börn á sig leggja, verða til ónýtis; finst