Ljósvakinn - 01.10.1922, Page 4

Ljósvakinn - 01.10.1922, Page 4
4 LJÓSVAKINN þeim, sem votri hendi sé slegið framan í þau, af kulda þeim í orðum og svip- brigðum, sem foreldrar og aðrir yfir- boðarar sýna börnum fyrir viðleitni þeirra. Börn og ungir menn taka fljótt eftir og venjast við að dæma störf og hæfi- leika á sama hátt og hinir eldri. Pelta gerir það að verkum, að foreldrar og kennarar geta, ef þeir nota sér þennan eiginleika barnanna, fundið mikilsvert ráð til að ala hina ungu upp, vekja bjá þeim styrkjandi sjálfstraust, örfandi löngun tii starfsins og blessunarríkar tilíinningar um manngildi sitt. Með því að trúa þvf, sem golt er í tæka tíð, veita menn hæfileikunum þann þroskamátt, sem þeir mega ekki án vera. Og með því að benda á gallana i tæka tíð og með umburðarlyndi, afsaka misskilninginn og stjórna tilraunum barnanna með ástríkri hendi, getur til- gangur starfsins orðið þeim leiðarstjarna framvegis og starfið sjálft kært hverjum ungum manni. Verkin hinna ungu eru viðkvæmar ungjurtir, sem menn verða að kunna að hlynna að með nákvæmni, veita sól- skin og regn. Þessar plöntur má ekki knýja fram með megnum hita, svo að ofvöxtur hlaupi í þær; þær má heldur ekki vökva með ísköldu vatni, svo að frjókrafturinn deyi ekki út. Margir góðir hæfiieikar fara forgörðum við það, ef hrósi er þar beitt, sem last ættí við, eða þvert á móti. Verið því vandir að uppeldi hinna ungu, hrósið með gleði, en finnið að með sorg. Aö mörgum dögum liðnum. (Framh.) »Jæ-ja, það gleður mig, að eg kom 1 einmilt á þessari stundu«, sagði frú Brooks, þegar þær voru orðnar tvær einar. »Pessi náungi er guðlaus féglæfra- maður og hefði svikið yður, ef hann heíði komið því við«. »Þetta er nú í annað sinn, sem þér hafið komið á alveg réttum tíma«, hróp- aði frú Lawrence upp yfir sig. sÞað er eins og Guð hafi sent yður í bæði skift- in«. »Eg held það«, sagði frú Brooks. »En nú vil eg stinga upp á einu við yður. Hví geymið þér ekki muni yðar á góð- um slað í stað þess að selja þá? Það mundi ekki kosta yður nema lílilræði um vikunaff. »Hvers vegna ætti eg að gera það? «0, jæ-ja, eg hefi nokkuð í huga mér, er eg hygg að best sé að segja þér ein- initt núna; en þér eigið nú að svara til um það«. »Eg held að eg vilji það«, svaraði frú Lawrence. »Ráð yðar hafa reynst mér vel til þessa; eg gæti að minsta kosti reynt það fáeinar vikur og það sem meira er um vert — eg ælti ekki að þurfa að selja munina, sem maður- inn minn hefir smiðað sjálfur«. »Gott og vel! En hvar ætlið þér að setjast að?« »Ó, eg hefi ekki hugmynd um það enn! Eg geri ráð fyrir að okkur takist hæglega að finna einhvern samastað«. »Ekki veit eg neitt um það«, sagði frú Brooks, »eg veit af nokkrum vin- um, sem hafa leitað fyrir sér með hús- næði í bænum vikum saman og ekkert fengið«.

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.