Ljósvakinn - 01.10.1922, Qupperneq 5
L J 0 S V A K I N N
5
»Er það svo?« sagði fiú Lawrance
og brá við.
»Já, satt er það«.
»Hvað á eg þá að gera? Eg verð
beinlínis að flytja héðan«.
»Jæ-ja, viltu heyra tillögu mína?«
sagði frú Brooks. »Eg veit ekki hvernig
þér kann að litast á liana; en nú vill
svo vel til, að eg hefi stóra stofu í hús-
inu mínu, sem eg nota litið — hversu
litist þér á að fá hana?«
»Ó, eg þakka yður, frú Brooks. En
hvað þefta er fallegt af yður. Alt af er-
uð þér að reyna að hjálpa mér eitt-
hvað«.
»Eg á engar þakkir skilið, en ánægju-
legt þætti mér, ef þér vilduð búa hjá
mér«.
»Og það verður mér gleði að fara til
yðar«, sagði frú Lawrance. »þér hefðuð
ekki getað stungið upp á neinu, sem
mér hefði geðjast betur«.
»Hve nær rtiá eg búast við yður?«
»Jafnskjótt sem eg er búin að koma
húsmunum mínum til geymslu og
hreinsa húsið. Eg hygg að eg geti verið
búin að því á miðvikudagskvöldið eða
á fimtudagskvöldið i síðasta lagi. Er
það hentugt fyrir yður?«
»Já, vissulega«, svaraði frú Brooks.
Og þetla varð að ráði. Næslu tvo
dagana gekk frú Lawrence um húsið
sitt í þunguin hug, tók ofan málverkin,
vafði saman gólfábreiðurnar, lagði postu-
línið niður í kassa, svo að alt væri til,
þegar þeir kæmu, er áttu að flytja hús-
munina hennar burtu. Og þeir komu
seint á miðvikudagskvöldið og fluttu alt
U1 geymslustaðarins, og skildu hið fagra
og kæra heimkynni eflir alault.
Frú Lawrence gekk nú sorgbitin með
tárin i augunum með Ödu sinni um öll
herbergi í síðasta sinni; þar hafði hún
lifað svo marga glaða daga og svo gekk
hún í kringum litla blómgarðinn; blóm-
in þar voru enn einu sinni tarin að
spretta út. Loks gekk bún að aðaldyr-
um hússins og læsli þeim hóglega,
nærri þvf með lolningu; hún fann að
um leið og liún lokaði þeim, þá aflæsti
liún líka afmældu skeiði af liðinni æfi
sinni, skeiði, sem var full afóblandinni
hamingju og aldrei kæmi nú aftur, og
jafnframt fann hún, að hún var að
ganga út í nýja reynslu, er hlaðin væri
allskonar erfiðleikum og óleysanlegum
ráðgátum.
Hún kom nú til hins nýja bústaðar
síns þreytt og linuggin. En þar biðu
hennar hinar hlýjustu viðtökur. Eldur-
inn blossaði á arninum og frú Brooks
vísaði henni lil sætis á slóran hvílu-
beð með mestu ástúð, og á borð var
borinn liinn ljúffengasti kvöldverður.
Henni fanst frú Brooks vera ástúðlegri
nú en nokkru sinni áður, ef það gæti
annars átt sér stað; hún gerði alt, sem
L hennar valdi stóð, til þess að gera
þessum tveimur leigjendum sínum vist-
ina sem þægilegasta og sælasta.
Jafnvel fyrlr dyrnm:
Að loknum kvöldverði gekk frú Brooks
inn í slofuna og mælti:
»Nú langar mig til að biðja þig að
koma með mér eina eða tvær minútur.
Nú er þú ætlar að dvelja hjá mér um
stundarsakir, þá ætla ég að segja þér í
trúnaði frá leyndarmáli, sem mjög fáir
vita«. Og um leið og hún sagði þetta
brá raunasvip á andliti frúarinnar sem
annars var svo bjart og brosandi. Eftir
þeim svip hafði frú Lawrenve aldrei
tekið áður.
Frú Brooks leiddi hana nú að litlu
herbergi að húsabaki. Pegar hún opnaði