Ljósvakinn - 01.01.1925, Side 6
6
LJÓSVAKINN
vjer komast að raun um, að sjóndeild-
arhringur vor vikkar og vjer sjáum nýj-
an heim. Þeir, sem hafa skygnst lengst
inn í þenna heim, segja, að vjer einung-
is sjáum eins og gegnum gler í þoku.
Svo ómælilegt er það, sem þar gefur að
líta, að þeir hafa að eins getað fengið
óljósa hugmynd utn þessa dýrð. Jafn-
vel ekki hann, sem þeir þó segja um,
»vjer höfum sjálfir sjeð hans dýrð«,
já, jafnvel ekki hann hafa þeir getað
þekt; en síðar munum vjer, breiskir og
ófullkomnir menn, sjá hann eins og
hann er, og þá munum vjer verða hon-
um líkir.
G. A.
Salir Bibliunnar.
Þektur prjedikari einn skiifarum inni-
hald Biblíunnar það sem hjer fer á eflir:
»Með leiðsögu Heilags anda fór jeg
fyrir 24 árum í gegnum súlnaraðir Móse-
bókanna og skoðaði myndasafn Gamla-
testamentisins. Þar sá jeg hanga á veggj-
unum myndir af Enok, Nóa, Abraham,
Jakob, Davíð, Elía, Daníel og öðrum
mikilmennum fyrri tíma. t*ví næst fór
jeg inn í söngskála »Sálmanna«, þar
sem Andinn studdi á nótur mlns innra
manns og framkallaði tóna, er ýmist
mintu á harmasöngva hins harmþrungna
Jeremía eða hina fagnandi sigurhljóma
24. sálms Davíðs og mjer fanst sem sjer-
hver tónn í hinu mikla guðdómlega
hljóðfæri náttúrunnar, svaraði hinni
hljómfögru hörpu söngvara ísraels.
Eftir þelta fór jeg inn í skrifstofu
Prjedikarans og siðan inn í söngfræði-
skóla »söngvarans«, þar sem »dalaliljan«
og »rósir Saron-valla« fyltu alt með ilm
sínum. t*á fór jeg inn i sali spámann-
anna og leit í hina mörgu stjörnukík-
ira; stefndu sumir þeirra til mjög fjar-
lægra stjarna en aðrir til hinna nálæg-
ari, en í þeim öllum mátti þó sjá hina
skæru Morgunstjörnu, sem einu sinni
rann upp yfir mánabjörtum hæðum
jarðarinnar, þegar hirðarnir vöktu yfir
hjörðum sinum.
Þar næst gekk jeg inn í biðstofuna
og fjekk af sjónarhæð Matteusar, Mark-
úsar, Lúkasar og Jóhannesar að sjá
nokkuð af fegurð konungsins. Þaðan lá
leið mín inn á starfssvæði postulanna,
þar sem jeg fjekk að fylgjast með starfi
Heilags anda við slofnun hins fyrsta
safnaðar og þaðan aftur inn í skrifstof-
una þar sem Jóhannes, Páll og Jakob
sátu við skrifborð sín og skrifuðu leið-
beiningarbrjefin til hinna fyrstu kristnu.
Loks komst jeg inn í krýningarher-
bergi Opinberunarbókarinnar og í ljóma
þess og yndisleik sá jeg konunginn sitja
á hásæti sínu í allri sinni dýrð.
Ev S.
Hitt og þetta
Pegar Spurffeon týurli íar^eðl-
inum. lJitt sinn haföi Spurgeon veriö uppi
í sveit að prjedika. Þegar hann var kominn
inn i járnbrautarlestina og ætlaði aftur
heim til Lundúna seint um kveld, varö hann
þess var, aö hann var húinn aö týna far-
scðlinum. Maður einn, er var sá eini, sem
var nteð houum í klcfanum, sá að Spurgeon
var aö þreyfa í vösum sínum, og sagöi því:
»Pjer haflð vonandi ekki tapað neinu?«
Spurgeon sagði, að liann hefði tapað far-
seðlinum og svoleiðis stæði á, að hann hefði
hvorki á sjer peninga, úr eða neitt annaö
til að borga með. »En«, bætti hann við, »jeg
er ekki ábyggjufullur út af þvl, jeg er í er-
indagerðum föður míns, og alt mun fara
vel. Jeg hefi svo oft reynt það-sjálfur, hvern-