Ljósvakinn - 01.03.1925, Síða 6

Ljósvakinn - 01.03.1925, Síða 6
22 LJÓSVAKINN Hvernig geta menn fengið af sjer að selja það, sem sakleysingjarnir verða að líða svo mikið fyrir!« Konurnar gengu að rúminu. Þarna lá hann þetta vesala fórnarlamb. Hann átti heima í kristnu landi — landi sem hefir dýraverndunarlög og friðar veiði- dýr sín. Guð gæfi, að börn væru talin eins dýrmæt eins og hestar og kýr, að lögin tækju að sjer að vernda líf og rjettindi barnanna! Andlit drengsins var eldrault, augun skær og glampandi, á enninu sást löng dökkrauð rák, sem hann reyndi að hylja með hendinni. »Pabbi hefði ekki gjört þetta, hefði hann ekki verið drukkinn«, sagði hann. »Jeg er feginn«, hvislaði hann lágt, »að jeg fæ að deyja; jeg get hvort sem er víst aldrei hjálpað mömmu framar. Hjer eftir skal enginn þurfa að hlæja að mjer«. Hann snjeri sóttheitu höfðinu við á koddanum svo leit hann aflur upp með spyrjandi augnaráði: »Einhvern tima«, sagði hann svo lágt að naumast heyrðist, »munu — þeir — hætta að — hafa veitingakrárnar; en jeg er hræddur um að — aumingja pabbi — verði dáinn þá«. Svo lokaði hann örmagna augunum. Morguninn eflir svaf Tómas litli hin- um væra svefni dauðans. S. T. Auðmýkt. Prófessor einn við háskólann í Eden- borg að nafni Blackie, var eitt sinn að halda fyrirlestur. Tók hann þá eftir þvf, að stúdentinn, sem stóð fyrir framan hann og var að ganga undir próf, bjelt á bókinni í vinstri hönd. »Takið bókina í þá rjettu hönd«, sagði prófessorinn byrstur »eða þegið! Setjist niður!« Stúdentinn setti dreirrauðann; liann lyfti upp hægri handlegg sínum og sjer til mikillar skelfingar sá prófessorinn, að hann hafði mist hægri höndina. Pró- fessorinn, sem var trúaður og göfug- lyndur maður, stje niður úr kennara- stólnum, skundaði til hins unga manns, og án þess að skeyta um hinn mikla mannfjölda, sem að heita mátli hjelt niðri í sjer andanum og fylgdi honum eftir með augunum, lagði hann grátandi höndina á öxl stúdentsins og sagði: »Jeg er svo hryggur, að jeg get ekki sagt yður hve hryggur jeg er. Viljið þjer fyrírgefa og gleyma minni miklu ónær- gætni?« Nokkrum árum seinna sagði ræðu- maður einn frá þessum viðburði á sam- komu þar, sem fjöldi manns var við- staddur. Ungur maður stóð þá upp úr sæti sinu og gekk nú að ræðustólnum. í svip hans lýsti sjer djúp alvara, hann lyfti upp hægri handleggnum svo allir gætu sjeð, að höndina vantaði. Jeg er maðurinn, sem á var minst«, sagði hann með stillingu og hæversku, »og jeg vil bæta því við, að það var prófessor Blackie, sem leiddi mig til Krists«. Ekkert hefði getað haft dýpri áhrif á sál miua svo særð sem hún var á þeirri stundu, en að koma svona eins og hann gerði með auðmýkt og ástúð og reyna að draga úr þeim sársauka, sem hann óafvitandi hafði ollað mjer.

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.