Alþýðublaðið - 19.05.1923, Síða 2

Alþýðublaðið - 19.05.1923, Síða 2
t Frá Alþingi. í’átækralögin. Að tilfcilutun Alþýðuflokksins hafa tvisvar verið samþyktar þingsályktunartillögur til stjórn- arinnar um að leggja fyrir þingið breytingar á fátækralöguunm. Stjórn Jóns Magnússonar gerði ekkertíþessu. Enfyrirsiðasta þing Iagði atvinnumálaráðherrann fram frumvarp, sem fól í sér talsvert víðtækar umbætur á lögunum. T. d. skyldi það ekki talinn sveitarstyrkur, sem vegna van- heilinda eða slysa er veittur manni eða konu, sem fyrír ómegð hefir að sjá. Veittur styrkur til manns eða konu 65 ára eða eldri átti held- ur ekki að teljast sveitarstyrkur. Sveitfestitíminn átti eftir frum- varpinu að vera 5 ár. En menn byrjuðu að vinná sér sveit, þegar þeir væru 2x árs að aldri. I>etta frumvarp var lagt fram í efrí deild, og fór það í alls- herjarnefnd þeirrar deildar, en þar réði Jón Magnússon rnestu. Alt það, sem nýtilegt var í frv., feldi nefndin burt. Og býsna kynlegar voru ástæður hennar, en þær voru eitthvað á þessa leið: Af því ekki er hægt að bæta alt misrétti í fátækralög- unum, þá er ekki vert að bæta neitt úr því, sem nú er. Auðvit- að eru þetta yfirskyns-ástæður. Jón Magnússon er einn af höf- undum núgildandi fátækralaga, og honum finst líklega svo mikið til um þetta verk sítt, að hann getur ekki vitað, að við því sé hróflað. Og svo er hann auðvit- að andstæður því að veita nokk- urn rétt þeim mönnum, sem styrk þurfa að þiggja at sveitafé. í neðri deild var gerð tilraun til að færa trv. aftur í svipað horf og hið upprunalega stjórn- arfrumvarp. £n aflsherjárnefnd neðri deildar (þar voru þeir Jón Þorláksson og Magnús Gnð- mundsson) lagðist á móti öllum nýtilegum breytingum, og voru allar breytingar til bóta feldar. Var svo að lokum samþykt nauðaómerkileg lareyting á fá- tækralögunum. £n þáð er sú breyting- ein, að í stað þess, að nú er sveitfestistíminn eitt ár, þá ALÞf SOSLA&Ið verður hann 4 ár eftir hinum nýsamþyktu lögum. Alþýðuflokkurinn verður að halda uppi látlausri baráttu um breytingar á þessum mann- skemdalögum, þar til viðunandi umbætur fást. Hrafn. Ríkið á að sjá sómasamlega lyrir sjúknm, hrnmum og óverkfærum. Frá hæjarstjörnar- fundi 17. maí. < Laxvetðin í Elliðaánnm. Tilboð í ha2ia hötðu komið frá þeim Pétri Ingimundarsyni, Kristjáni Ó. Skagfjörð og Guðm. J. Breiðfjörð í tvennu lagi, og lagði fasteignanefhd til, að hinu hærra þeirra væri tekið. Nam það 6200 kr. Sumarbústaðir. Ólafur Friðriksson bar fram tillögu um að fela fasteignanefnd að semja skilyrði íyrir ieigu á landi undir sumarbústaði út af beiðnum, sem fasteignanefnd höfðu borist, um slíklönd. Urðu út at því allmiklar umræður. Vildi tillögumaður koma betra skipulagi á það, hvar sumarbú- staðir væru reistir, og áleit, að þegar þyrfti að gera gangskör áð því. í sama streng tók Héð- inn Valdimarsson. Borgarstjóri taldi tormerki á því, að fast- eignaneínd gæti komið þessu í verk nægilega snemmindis. Pét- ur Halldórsson vildi láta bæjar- stjórn leita samninga við land- eigendur i Mosfellssveit milli Hámrahlíðar og sjávar um lör.d undir sumarbústaði, þár sem bæjarlandið myi di bráðlega reyn- ast ónógt, og bar fram tillögu um það. Niðurstaða varð sú, að sámþyktar voru tillögur þeirra Ólafs Friðrikssonar og Péturs Halldórssonar. Vatnsleiðslan nýja. Til vatnsnefudar höfðu komið sex tilboð um gröft á skurði j undir vatnsleiðslupípur frá Tungu og að Elliðaám, 6443 m. á lengd. Háfði Tóni Þorlákssyni verið taiið að athuga þau. Tilboðin voru sem hér segir: Frá Kristni Sig- urðssyni og Val..Eyjólfssyni 47 þús. kr., Páli Jónssyni og Erl. Jónssyni 42400 kr., Sig. Jónssyni og Hafliða Sæmundssyni 41805 kr., Sig Jónssyni Grettisgötu 20 40700 kr., verkamannafélaginu >Dagsbrún< 38 þús. kr. og Jóni B. Valfells og Tómasi Hallgríms- syni 29900 kr. Hafði vatnsnefnd samþykt að taka lægsta tiiboð- inu gegn tryggingu þeirri, sern áskilin hafði verið, 10 °/0 af fjár- hæðinni. Ut af tiíboði þessu urðu miklar umræður. Jón Baldvinsson . spurðist fyrir um ýms atriði við- vfkjandi tilboðum þessum, og kom þá í ijós, að þeir, er lægsta tilboðið höfðu gert, myndu ekki geta staðið straum af verkiuu nema með því móti, að verka- menn tækju að sér að vinna með svo naumu ákvæðisverði, að fyrirsjáanlegt væri, að þeir hefðu ekki upp úr því sem svar- aði tímakaupi. Borgarstjóri kvaðst og hafa verið mjög hikandi við að taka þessu tilboði, en Jón Þorláksson teldi eftir að hafa enduiyfirfarið áætlanir sínar, að tilbjóðendur myndu geta atgreitt verkið. Var að heyra, sem meiri hluti vatnsnefndar hefði þröngv- að borgarstjóra að fallast á til- boðið, þótt honum væri það mjög ógeðfelt. Var það í fullu samræmi við aðgerðir síðasta fundar á undan, þegar meiri hlutinn feldi samkomulagstillögur borgarstjóra og Héðins Valdi- marssonar um, að verkamönnum skyldi trygt fult kaup í ákvæðis- vinnu. Sýndu Alþýðuflokkstull- trúarnir rækilega fram á, að vatnsnefndin hetði þarna gengið í þjónustu auðvaldsins gegn verkalýðnum, og yrði það að vera á ábyrgð vatnsnefndar, ef vandræði hlytust af. Meiri hlut- inn svaraði yfirleitt engu til, en lét borgarstjóra einan um vörn- ina, og átti hann þó óhægt um vik, sem áður er lýst, og meiri- hlutamaðurinn úr vatnsnefndinni (B Ó), er á fundi var auk borg- arstjóra, upplauk ekki munni sínum borgarstjóra til stuðnings, þótt hans hefði átt að vera vörnin. Þriðji maður nefndarinn-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.