Ljósvakinn - 01.01.1926, Side 3

Ljósvakinn - 01.01.1926, Side 3
LJÓSVAKINN IV. ár. Reykjavik, 1926. 1. hefti. Undur tuttugustu aldarinnar. Tvö gufuskip eru á hafi úti í ofsaveðri. Annað var amerikanska skipið »Harding forseti«. Þegar minst varði barst því al- þjóða neyðarmerkið »S O S« frá itölsku ílutningaskipi »Ignacio Florio« er var statt 250 kilómetrum norðar. Þegar merkið barst greip símritarinn heyrnartólið og skipstjórinn Paul C. Grening gekk að tal- pípunni, hlustaði og hrópaði út í bál- viðrið. »Skundið þeim til hjálpar«, svaraði loft- skeytið. FJorio svarar: »Ósjór og stórviðri. Ekki hægt að gera við slýrið. Komið fljólt«. Harding svarar: »Flýtum oss, sem mest vér megum. Álta hnúta á augnablikinu«. Harding spyr seinna: »Purfið þér enn hjálpar við?« Florio svarar: »Já, hjálpin er brýn. — Stýrið er alveg ónýtt«. Harding svarar: »Þetta er póstgufuskip. Getur ekki bjálpað yður til hafnar. Vill bjarga mönnunum. Segið oss hvort hjálpar er enn þörí«. Florio svarar: »Pörfnumst hjálpar yðar til að bjarga lífi voru. Komið, hvað sem öðru líður, komið. Vér treystum eingöngu á yður, því að vér getum skamma stund haldist um borð, því að allir björgunar- bátar eru brotnir í spón. S O S«. Harding svarar: »Haldið ykkur uppi til aftureldingar. Hröðum oss, sem mest vér megum«. Svona hélt loftskeytasambandið áfram og Harding risti fjallháan ólgusjóinn í ofsaveðrinu til þess að koma hinum 28 skipbrotsmönnum til hjálpar. Pað glaðnaði heldur en ekki yfir þeim mönnum er þeim barst þessi fregn siðla daginn eitir: »Nú sjáum vér yður beint fram undan ossl« Hvern mundi hafa órað fyrir því þegar Franklín dró eldinguna niður úr skýi með flugdreka og snæri, eða þegar Morse fann upp ritsímann eða jafnvel þegar Marconi skýrði frá, að hann hefði uppgötvað, hvernig senda mælti rafmagnsskeyti þráð- laust gegnutn loftið, að sá dagur mundi koma, að öll þau skip, er á ferðum væri um heimshöfin, væru úlbúin með loft- skeytalækjum og á þann hált mætli bjarga hundruðum manna frá druknun? Eftir það er gufuvélin var fundin og notuð til langframa, þá fundu menn upp að nota olíu til að knýja vélina. Og hversu eru þær eigi miklar þær breytingar, sem þetla hefir valdið á skömmum tíma? Eg man það vel að eg sá skrípamynd í dag- blaði nokkru fyrir 20 árum. Pað var mynd af götu, sem var full af eimvögnum, sem þutu fram og aftur, en fremst á myndinni stóð veslings úttaugaður hestur á afturfót- um og grét, eins og hann ætlaði að springa af harmi. Hann var nú ekki lengur not- hæfur. Eg man líka vel, að mér fanst myndin vera öfgakend, því að eg hugði, að þó að þessir hestlausu vagnar yrðu algengir, þá kæmi áreiðanlega aldrei sú tíð að ekki þyrfti á »þarfa þjóninum« að halda.

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.