Ljósvakinn - 01.01.1926, Síða 15

Ljósvakinn - 01.01.1926, Síða 15
LJÓSVARÍNN 15 konungur sannleikans lifir og rikir að eilífu. t*egar Stefán fyrsti píslarvottur frum- safnaðarins var grýllur saklaus til bana, þá fórnaði hann lífi sínu fyrir málefni sannleikans og réttlætisins. Stefán dó, en sannleikurinn lifði áfram og skaut nýjum frjóöngum, þar á meðal í bjarla ungmennis- ins, Sáls. Hvað Sál, er siðar nefndi sig Pál, gerði til að halda orði sannleikans við lýði, vitnar öll sú mergð píslarvotta, sem innsigluðu það með blóði sínu. Mennirnir geta haldið áfram í fávizku, blindni, hatri og þvermóðsku að kasta spjótum sínum að bjaigi sannleikans og ata það auri, og öflugar mótbárur geta skollið á því, en það verður eigi molað, því að bjargið er Jesús Kristur — bjargið aldanna. — Sönn er lýsing Jesaja spámanns á lífi og tilhneigingum mannkynsins: »En hinir óguðlegu eru sem ólgusjór, því að hann getur ekki verið kyr og bylgjur hans róta upp aur og leðju«. (Jes. 57, 20). Aldrei hefir jafnmiklu af auri og leðju verið varpað á Guðs sannleiksorð og á vorum dögum. En þrátt fyrir það fer sannleiks- boðskapurinn, hjálpræðisboðskapurinn, sigurför um heiminn. Pað er undarlegt, að mennirnir skuli ekki vera búnir að læra þann mikla sannleika, að »vér megnum ekkert gegn sannleikanum, heldur fyrir sannleikann«. (2. Kor. 13, 8). Menn eru að leita, elta uppi, tala, og rita um svo margt og mikið, en hans, sem »er vegurinn, sannleikurinn og lífið«, leita menn ekki, sækja ekki til hans. Menn tala háll um frelsi og hverskonar lausn; menn skapa sér nýjar hugsanir og ný áform í þá átt og þó er formálinn fyrir frelsi og lausn jafn gamall og jörðin sjálf. »Og þér skuluð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gera yður frjálsa«. (Jóh. 8, 32). Menn fæl- ast sannleikann, og því meiri, skýrari og persónulegri sem hann er, því erfiðari virð- ist hann vera hugum manna til viðtöku. Menn slanda við lind sannleikans, sem fellur í breiðum kristalskærum styrkjandi straumi til allra án manngreinarálits. En allur fjöldinn dregur sig i hlé í stað þess aö setja bikarinn undir og drekka af hjart- ans lyst. Fáir eru þeir, sem þora að ganga fram i Ijósbjarma sannleiksorðsins, alls hins rannsakandi Guðs orðs. »Hjer stend pg«, mælti Lúlher óskelfdur, þegar honum var steínt fyrir þingheim páfans og keisarans í Worms. Á þann pall hefðu fáir þorað að slíga. Lúther stóð á grundvelli sann- leiksorðsins, þeim er aldrei svíkur. »Eg get ekki annað. Guð hjálpi mér«, sagði hann ennfremur, og hjálpin kom. Kraftur Lúthers var fólginn í sannleiksorðinu. Sannleiksorðið er orð Guðs. Og þetta orð varð lifandi i hinum eingetna syni föðurs- ins, og það er hið sama orð, sem frelsar mannanna börn og dæmir þau fyrir dóm- slóli Guðs. Kæri lesari. Stendur þú á grundvelli sannleikans? Hefir þú fesl akkeri trúar þinnar og lífs i honum, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið? Enn er stull tíð eftir lil þess er alt það, sem stendar nú, leysist sundur og ferst, en sannleikurinn og hver sá, sem hefir bygt musteri lifs sins á honum, mun standa frá eilífð til eilifðar. »Iíaup þú sannleika og sel hann ekki«. Orðskv. 23, 23. S. R. Pað gleður sérhvern kristinn mann að heyra um hina miklu útbreiðslu Ritningarinnar á vor- um dögum. T. d. gaf hið ameriska biblíufclag út 3,865,101 Bibliur, Nýjatestamenti og hluta af Biblíunni árið 1920. Ef vér hefðum skýrslur frá »Hinu breska og erlenda biblíufélagi« í London fyrir sama ár, þá mundum vér sennilega fá að sjá aðra eins háa tölu eða hærri. slUskýring orðs þíns upplýsir«. Sálm. 119, 130.

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.