Ljósvakinn - 01.01.1926, Síða 19
LJÓSVAKINN
19
fíinn með Quði.
Það eru augnablik í lífi voru, þegar oss
er hin brýnasta nauðsyn að vera einum
með Guði. Ekkert annað getur veitt oss
þann kraft og þá hugsvölun, sem vér
þörfnumst svo mjög — ekkert nema heilagt
samfélag við vorn himneska föður í ein-
rúmi. Það koma augnablik í lífi voru,
þegar oss verður það á, að víkja af vegi
skyldunnar og réttlætisins og vér göngum
í myrkri án nokkurrar biameskrar leið-
beiningar, ef vér látum hjálíða að nálægja
oss Guði.
Heilög og dýrmæt álirif frá himnum
streyma inn í sál vora, þegar vér erum
aleinir með Gnði; nærvera annara manna
virðist draga úr þessum áhrifum. Jafnvel
nærvera góðs vinar, gelur eins og varpað
skugga milli hinnar leitandi sálar og Guðs.
og að nokkru leyti hindrað blessun And-
ans. Guð er ætíð fús að gefa þeim anda
sinn, sem leita hans, hvort það er á morgni,
miðjum degi eða á binum þöglu stundum
nælurinnar. Hann ber kærleiksríka um-
önnun fyrir oss, á hvaða tíma sem er.
Þegar hjartað er hlaðið sorgum og áhyggj-
um lífsins, þegar sálin er niðurbeygð af
hinum þungu byrðum jarðlífsins og vér
stynjum af þreytu og sársauka, þá er ekkert
sem jafnskjótt getur dregið sviðann úr og
veitt oss hugsvölun, eins og þetla, að flýja
til vors himneska föður; því hann lætur aldrei
hjá líða, að Iclta byrðina á binu rauna-
mædda hjarta.
Þegar hin grátnu augu hafa átt erfitt
með að greina veg skyldunnar, þegar veg-
farandinn hefir farið villur vegar í dimm-
unni, hversu oft hefir þá ekki birt fyrir
augunum og hlýðnað í hjartanu við heilagt
samtal við Jesúm í einrúmi!
Ó, þið, sem erfiðið og mæðist undir
þungum byrðum, þið, sem hafið við sjúk-
dóm og ýmiskonar böl að búa, þið, sem
hafið orðið hart úti í baráttu lífsins, hafið
ekki af sjálfum ykkur þá miklu blessun,
sem fæst fyrir samfélag við Guð í einrúmi
með innilegri trúarbæn og heilögum hug-
leiðingum! Ev. S.
Yinátta og gestrisni.
Það var orðið dimt þegar Jesús fór
framhjá kalkklettunum við lækinn Kedron.
Hann sá refina vera að skriða inn í greni
sín — heimili sín. Hann gekk undir trján-
um í víngörðum Júdeu og heyrði fuglana
kvaka og syngja kveldsöngva sína og sá
þá fljúga til hreiðra sinna þar sem ungar
þeirra lágu. Þegar hin sýrlenska sól seig
til viðar, var hann vanur að leita sjer að
skjóli í eyðimörkinni eða þá að hann
gekk til Olíufjallsins. Mannsins sonur átti
ekkert heimili, hafði hvergi höfði sínu að
að halla.
Hversu inndælt það hlýtur að hafa verið
fyrir hinn þreytla vegfaranda að mæta
hinum hjartanlegu viðtökum á hinu gest-
risna heimili i Betaníul Á þessu heimili
stjórnaði Marta, hraust og dugleg stúlka,
sem mjög mikið var varið í. Marta! fmynd
þeirra, sem bera hita og þunga dagsins
og gera sitt lil að gleðja og hugga aðra
án þess að hugsa um sjálfa sig. Hún hefir
breitt ilm í kringum sig og óskandi væii
að margir hennar líkar væru til, því að
enn eru margar einmana sálir til, sem
þrá opnar dyr og hlý hjörtu.
María, yngri systirin, hafði valdið Mörtu
sárrar sorgar með því að fara út á villu-
götur, en var nú snúin við fyrir kraft
Jesú frá Nasaret. Hún kom heim hrein
af syndum sínum, læknuð af sjúkdómi
sínum, yndislegri en nokkru sinni fyr með
brennandi elsku til frelsara síns. María,
sú fyrsta til að smyrja konunginn, sú sið-
asta sem yfirgaf krossinn, sú fyrsta við
gröfina hinn dýrðlega upprisumorgun —