Ljósvakinn - 01.01.1926, Qupperneq 4
4
LJÓSVAKINN
Eq livað sjáum vér nú?
Flestir, sem nu eru komnir á fullorðins
ár, muna víst eftir gömlu hesta-sporvögn-
unum, sem gátu hlaupið á brautarspori
með fárra kílómetra hraða á klukkutíman-
um ; voru þær sporbrautir alment lagðar
eftir steinlögðum götunum. Þessir vagnar
voru á sínum tíma taldir hið mesta hag-
ræði. En nú á dögum þykir bifreiðafólk-
inu rafmagnssporvagnarnir of hægfara. —
Og öld uppgötvana og uppfundninganna
er ekki úti enn, því að nú eru menn þeg-
ar farnir að gera tiiraunir með loftfarir,
sem eru skjótari, en mönnum gat til hug-
ar komið fyrir tíu árum. Enn eru menn
ekki búnir að uppgötva nema lítið brot af
leyndardómum alnáttúrunnar.
Hver mundi hafa getað hugsað sér það
á fyrri dögum, að nokkuð mundi geta
haldið sér uppi í loftinu, sem þyngra væri
en loftið? Menn höfðu að sönnu loftför
og hættu lífi sínu með því að ferðast í
þeim, því að þau urðu að berast stjórn-
laus fyrir vindinum. — En hver hafði þá
heyrt borist á góma loftfar, sem hægt
væri að knýja áfram og stýra eða flugvél
með suðandi bifhjólum, er gæti hafið sig
upp og flogið eins og örn? En nú á dög-
um eru uppi óskelfdir flugmenn, sem flytja
póst í loftinu, land úr landi eftir vissum
brautum. Frá New York til San Franc-
ico eru 5200 kílómetra vegur og þá leið
getur flugvél þotið á 33 klukkustundum.
Pað er að verða æ aimennara og almenn-
ara að bæði vörur og farþegar séu fluttir
milli borga og landa í flugvélum. Á loft-
línunni London — París getur hver flug-
vél haft með sér 20 faiþega, og máltíðir
geta menn haft á ieiðinni. Sumar nýju
flugvélarnar eru útbúnar með rúmum lil
að sofa í. Sumir kunna nú ef til vill að
hugsa, að það geti ekki átt sér stað, að
píanó hafi verið fyrir skemstu flutt lofi-
leiðina yfir þvera Ameríku, en það er nú
samt salt. Og eigi líður á löngu, áður en
hægt verður að flytja ávexti og aðrar
vörur, sem hælt er við skemdum, i loft-
inu, svo að hægt sé að sleppa hjá kæli-
aðferðunum dýru, sem hingað til hafa
verið notaðar.
Ef tími og rúm leyfði, þá gætum vér
eitthvað sagt um víðvaipsvitann mikla í
Sauth Foreland á Englandi, sem Marconi
hefir fundið upp eða um smásjána nýju,
sem greinir sundur ýmsar sóttkveikjuteg-
undir, sem alt til þessa hefir eigi tekist
að einangra, eða um hinar nýju »talvélar«,
sem endurróma nákvæmlega mannsrödd
og allskonar tóna og rnarka hvorltveggja
á plötur, eða hinar nýjustu framfarir í
prentlistinni, prentvélum, sem geta full-
prentað miljón eintaka af 8 siða dagblaði
á einni klukkustund.
Pá viljum vér að eins minna á talsím-
ann, ritvélina, letursetningarvélina, og all-
ar hinar nýju jarðyrkjuvélar og jaröyrkju-
verkfæri, að ógleymdum sjálfbindaranum, er
getur samtímis skorið upp kornið og látið
það í sekki, altilbúið, þar sem hann er
fullkomnastur. Á sviði læknisfræðinnar
verður fyrir oss klóróformið, eterinn, Rönt-
gentsgeislarnir, fjólubláu geislarnir, rot-
varnarlyfin, margskonar blóðefni (serum),
»antitoxín« o. fl. o. fl.
Hví eru öll þessi undnr koiulu í Ijósi
Eftir öllum þessum vinnusparandi und-
ursamlegu uppfundningum, hefir heimur-
inn beðið þúsundir ára og ótal öðrum
slíkum. Hví hafa þær fundist einmilt nú?
Það er eilt orð, sem getur skýrt það fyrir
oss — fagnaðarerindið. Guð hefir sent oss
ljós faguaðarerindisins, og í þeim löndum,
sem við því hafa tekið, hefir hann séð
fyrir tækjum til að senda það ljós út um
veröld alla sem hraðast, því að það er
fyrirætlun hans, að á tíma einnar kyn-
slóðar skuli allar þjóðir og kynkvíslir,
tungumál og lýðir heyra boðskapinn um
komu Kiists. Og »þessi kynslóð«, segir
frelsarinn, »skal ekki líða undir lok, fyr
en þetta alt er fram komið«. Þelta »alt«»