Ljósvakinn - 01.01.1926, Síða 6
6
Ljösvakinn
og regn og snjór fellur af himni ofan og
hverfur eigi þangað aftur, heldur vökvar
jörðina og gerir hana frjósama og gróandi
og gefur sáðmanninum sæði og brauð
þeim, er etur, eins er því farið með mitt
orð, það er útgangur af mínum munni,
það hverfur ekki aftur til mín við svo
búið«. (Jes. 55, 10. 11.).
Boðskapnr Guðs.
Eins og þráðlausa skeytið barst til bjarg-
ar skipshöfninni á hinu sökkvanda skipi
»Florio«, eins sendir Guð fyrir margvís-
legar dásamlegar uppfundningar nú á þessum
síðustu dögum boðskap sinn til að frelsa
mennina. Heimurinn er að sökkva, eins
og hið italska skip. Rokviðrið er skollið
á og hávaxnar öldur gina við oss. Heims-
styrjöldin ægilega stóð í fjögur ár. Ó, af
þeirri skelíilegu slyrjöld var heimurinn
nærri sokkinn. En nú er komið hlé eftir
fellibjdinn. Guð hefir hastað á bálvinda
styrjaldarinnar. Vér sjáum, að almættis-
hönd hans hefir tekið fram í til þess að
bjarga lífi manna. Nú er fagnaðarerindið
boðað út um heiminn með flughraða. —
Kallað hátt á strætunum.
En þessi ár eru ekki annað en hlé á
styrjöldinni. Fellibylnum er ekki slotað
að fullu. Harmageddon er beint tram
undan oss, en á eflir fer endurkoma Drott-
ins til að leiða börn sín inn í hina eilífu,
tryggu höfn. Kristur hefir heitið því, að
koma aftur til jarðarinnar 1 mikilli dýrð,
umkringdur af hersveitum englanna eins
og skýjum; honum samfara er mátlur,
veldis og himneskur ljómi og »hvert auga
mun sjá hann«.
»Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrir-
heitið, þótt sumir áliti það seiniæti, held-
ur er hann langlyndur við yður, þar eð
hann vill ekki að neinir glatist, heldur að
allir komist til iðrunar. En dagur Drott-
ins mun koma sem þjófur og þá munu
himnarnir með miklum gný líða undir lok,
frumefnin sundurleysast i brennandi hita,
og jörðin og þau verk, sem á henni eru,
brenna upp«. (2. Pét. 3, 9. 10.).
F. A. C.
Meðmælabréf móður til sonar.
Jón var fimtán ára þcgar hann fór aö heiman
til að leita sér alvinnu. Hann sótti um stööu hjá
málaflutningsmanni, sem hafði auglýst eftir skrif-
stofudreng, en meö því aö hann var ókunnugur
í bænum og vantaðí þar aö auki nauðsynleg
meðmæli, hafði aumingja Jón ekki miklar vonir
um að lionum mundi takast aö komast þarna
að. En hann reyndi þó.
»Eg get ekki tekið neinn í mína þjónustu, sem
ekki getur sýnt meðmæli«, sagði málaflutnings-
maðurinn slultur í spuna.
En þá datt Jóni alt i einu nokkuð í hug.
»Eg hefi engin meðmæli«, sagði hann vand-
ræðalega, »en eg hefi bréf, sem eg er nýbúinn
að fá frá móður minni. Kannske málafiutnings-
maðurinn vilji lesa það?«
Máiaflutningsmaðurinn las bréfið, sem var
mjög stutt:
»Elsku drengurinn minn!
Eg ætla að biðja þig að muna eftir því, að
hvar, sem þú færö vinnu, verður þú að álíta
verkið sem þitt eigið. Byrjaðu ekki á neinu
starfi, eins og margir drengir gera, með það
fyrir augum, að vinna eins lítið og þú getur og
vera ánægður ef þú færð þitt, Ásettu þér að
leysa eins mikið verk af hendi og þér er unt
og verða sjálfur svo nytsamur húsbónda þín-
um, að hann vilji ekki missa þig.
Pú hefir verið góður sonur, og eg get með
sanni sagt, að enn hefir þú aldrei reynst ótrúr
í skyldum þínum. Vertu eins trúr i því, sem
þú nú tekur þér fyrir hendur, og eg er þess
fullviss, að Guð blessar viöleitni þinan.
»Hm!« sagði’málaflutningsmaðurinn, og las
bréfið aftur. »Pað var gott ráð, Jón. Eg held að
eg taki þig til reynslu án annara meðmæla«.
Jón dvaldist hjá þessum manni i fimm ár, og
að þeim liðnum tók hann próf i lögfræði.
Seinna gerði málaflulningsmaðurinn hann að
meðstarfanda sínum. »Pví«, sagði hann, »«8
mundi ekki geta komast af án Jóns«.