Ljósvakinn - 01.01.1926, Síða 10

Ljósvakinn - 01.01.1926, Síða 10
10 L J Ó S V A lí I KT N sjálfur: »þau orð, sem ég tala til yðar, eru andi og eru lif«. Jóh. 6, 63. Á þá, sem eru í hinu rétta sambandi við himin- inn, mun orðið hafa sömu áhrif og það hafði á hina tvo lærisveina, sem voru á leiðinni til Emaus, og sögðu hver við ann- an: »Brann ekki hjartað í okkur, meðan liann lalaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritn- ingunum ?« Lúk. 24. 32. Guð hefir einnig þriðju leiðina til að tala við mennina. Fyrir Heil- agan anda hljómar einnig rödd hans til mannshjart- ans. Sú sál, sem er nið- urbeygð af sorg, getur heyrt hina mildu, þýðu rödd and- ans, sem hvíslar huggunar- og hugsvölunar- orðum inn í hið hrelda og þjáða hjarta. Hinn iðrandi syndari, sem er niðurbeygð- ur af meðvitundinni um sekt sína og ó- verðugleika, gelur fengið að heyra hina Ijúfu tóna frá himnum er andinn hvíslar: »Ver hughraustur, syndir þínar eru þér fyrirgefnar. Blóð Jesú Krists, Guðs sonar hreinsar af ailri synd! Far burt og syndga ekki framar«. Pegar vér erum í vafa um livað vér eigum að gera, segir rödd And- ans: »Þetta er vegurinn, farið hann!« í fiestum kringumstæðum lífsins getur hvert Guðs barn heyrt röddu andans — hljóm- inn frá himnum, sem leiðbeinir, uppörfar, áminnir, ávítar, alt eftir þörfum. Ó, hversu yndislegir hljómar himinsins eru þá sönnu Guðs barnii Sá, sem hefir opið eyra og hjarta, getur fengið að heyra hina fegurslu söngva, fegurri og yndislegri en nokkuð það, sem kostur er á að heyra frá þessari jörðu. Undraveröur friður verður, ef svo mætti að orði komast, sunginn inn í hið vesala mannshjarla, og þeim fögn- uði, sem getur búið i »guðsmannshjarta«, verður ekki með orðum lýst, hans getur einungis orðið vait, og alt, sem útheimt- ist til þessa er þetta: Gef Drottni hjarta þitt; beygðu það í auðmýkt og fúsleika undir hans voldugu hönd, og »hljómar himinsins« munu óma skýrara og fegurra, en þér er unt að skilja eða skynja. En það er enn eitt atriði, sem vert er að minnast á í sambandi við þelta, og það er þetta, að vér gelum einnig senl boð og fregnir héðan og þangað upp, sem hinir himnesku hljómar koma frá. Gegnum B Æ N I N A er oss það mögulegt, að homast i sam- band við himininn. Vér þurfum ekki einu sinni að kalla hátt; jafnvel hið veikasta andvarp, já, hin leynilegasta hugsun, sem send er frá jörðinni til himinsins, kemst upp að hásæti hins Alvalda. Það stendur svo fagurlega í Guðs orði: »Hann heyrir grátbeiðni mina, því að hann hefir hneigt eyra sitt að mér«. Sálm. 116, 1. 2. Hann heyrir sérbverja ósk og grátbeiðni, sem kemur frá einlægu hjarta, og fyr en vér gelum skilið, og skjótara en radíóbylgjurnar, útgengur skipun frá hásæti hans, sem svar við bæninni. Guðs- maðurinn, Daníel byrjaði að biðja, og áður en hann haföi lokið bæninni, stóð Gabríel engill hjá honum og sagði: »Þegar þú byrjaðir bæn þína, út gekk orð, og er ég hingað kominn, til að kunngera þér það, því að þú ert ástmögur Guðs«. Dan. 9, 23. Hugleiðum þetta undraverða samband, sem er milli himins og jarðar! Eins og það er oss ómögulegt að úllista hreyfing-

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.