Ljósvakinn - 01.01.1926, Síða 18
18
LJÓSVAKINN
bami sýnt trú sína á Kristi. Ekkert gat
aftrað honum eða veikt trú hans. Abel
gat dáið píslarvættisdauða, en hann var
viss um að grundvöllurinn var óhaggan-
legur og að hann hefði ekki trúað á Iírist
til ónýtis.
IJað sést af hinum mörgu fyrirmyndar-
trúmönnum i Gamlatestamenlinu, að þeir
bygðu sáluhjálparvon sína á Kristi. Abra-
ham bygði altari og tilbað Guð. Jesús
segir: »Hann gladdist við að sjá minn dag«.
Og þau orð sýna, að Abraham trúði því
að Messías kæmi sem frelsari og endur-
lausnari heimsins. — Pað var í sambandi
við þetta sem Jesús mintist á trú Abra-
hams. Abraham dó i voninni. Hann trúði
á hinn ósýnilega, eius og hann sæi hann.
Höfundur Hebrea-bréfsins telur hann i
tölu trúarhetjanna og Kristur var eilífðar-
von hans. Trú hans var óbifanleg. Hann
trúði með von gegn von. Hann þekti
áreiðanlega ekki röksemdir þær, sem nú á
dögum er færðar gegn Kristi, og upprisu
hans sem grundvelli trúar vorrar. En rök-
semdir hans og trú var nógu öilug til að
sannfæra skurðgoðadýrkendur i þeim lönd-
um, þar sem hann ferðaðist um. Guð
Abrahams var skapari himins og jarðar.
Frelsari Abrahams var Jesús, sonur Guðs.
Af þessari trú varð hann sæll og réttlálur.
Það var bjart yilr honum á banadegi.
Hann dó gamall og saddur lífdaga, og þá
fann hann, að grundvöllurinn var traustur.
ísraelsþjóðin fékk margt að reyna á
eyðimerkurgöngu sinni, sem sannaði þeim
jafnt sem oss, hve óhult það er að treysta
Kristi. Páll játar, eftir afturhvarf sitt að
Jesús sé von og leiðtogi ísraels. Hann var
hellan sem fylgdi og vakti yfir þjóð sinni.
(1. Kor. 10, 1--4). Fegar þeir voru í nauð-
um staddir, ákölluði þeir hann og hann
bjargaði þeim, þegar syndir þeirra urðu
þeim of þungar, þá báðu þeir um náð og
hann fyrirgaf þeim syndirnar. Hann hélt
trúlega öll heitorð sín við lýð sinn, svo að
þeir gátu sagt: wEkkert brást af öllum fyrir-
heitum þeim, sem Droltinn hafði gefið
húsi ísraels. Þau rættust öll«. (Jós. 21, 45).
Margsinnis var trú þeirra reynd, en þeir
urðu sér ekki til skammar. Krislur leiddi
þá yfir Rauðahafið, hann hélt þeim uppi
á ferðinni um eyðimörkina með dásamleg-
um hætti, hann leiddi þá yfir Jórdan.
Þegar Jerikó veitti þeim viðnám, þá gaf
Kristur þeim sigur á hinni víggirtu borg
með lítilmótlegum verkfærum. ísraelslýður
syndgaði móti Drotni, en Drottinn var
náðugur og miskunnsamur. 1 eyðimörk-
inni bauð hann Móse að hefja upp eir-
orminn, sem fyrirmyndar Krist. (Jóh. 3,
14. 15.).
Með þessari táknkenslu leiddi hann
syndarana tii að snúa augum til Krists
sem frelsara syndaranna. Til þess var eir-
ormurinn hafínn upp. Sérhver, sem hlýddi
þeirri áskorun að líta á eirorminn á trénu
var bjargað frá dauða. (4. Mós. 21, 8. 9.).
Þeir sem gert hafa Krist að eilífðarvon
sinni, skifta miljónum. Fegar allir þeir,
sem hólpnir verða fyrir trúna á Krist,
koma saman þá eru þeir óteljandi. (Opinb.
7, 9). Þeir eru frá öllum öldum og kyn-
slóðum. l*eir hafa »a 11 ir þvegið skikkjur
sínar og hvílfágað þær í blóði Iambsins«.
Margir hafa þolað miklar trúarraunir og
þolað mikið fyrir trúna á Jesúm Krist.
Aðrir liafa verið niður beygðir af örbyrgð
og sjúkdómar haldið þeiin við rúmið, en
þrált fyrir það hefir trúin á Krist gert líf-
ið og dauðann bjart fyrir þeim. Stefán sá
himininn opinn á dauðastundinni og Jes-
úm standa til hægri handar Guði (Post.
7, 55 — 56). Yfir píslarvætli hans brá himn-
eskum dýrðarbjarma. Sá, sem hann liafði
trúað á og vitnað um, hjálpaði honum á
dauðastundinni. Hann var full viss um,
að grundvöllurinn var óhagganlegur. Hon-
um var Kristur ekki nein þjóðsagnarhetja,
heldur mannsins son lifandi frammi fyrir
hásæti Guðs.
L. J. S.