Ljósvakinn - 01.01.1926, Side 20
20
LJÓSVAKINN
hvílík ímynd elsku og trúfesti og hvílík
sönnun hins frelsandi máttarl
Og á þessu heimili var einnig Lazarus,
sá, sem Jesús gerði silt dýrlegasta krafta-
verk á, Sterkara vináttuband hefir aldrei
bundið sálir saman. Hjer var það að
Jesús leitaði hvíldar, og á þessu hlýja og
gestrisna heimili fann hann þann fjelags-
skap, er hann sem maður þráði. Ó,
Belaníuheimilil Ó, að þig væri sem allra
víðast að finna, og einmana sálir gætu
fundið huggun og endurnæringu bjá þjer!
Tekst að jafna stéttadeilur þjóðanna?
Ekkert af hinum mörgu og slóru úr-
lausnarefnum þjóðanna á vorum dögum
er jafn flókið og sundurleitt eins og þjóð-
félagsmálin. Milli verkamanna og auðvalds
hefir staðið látlaus orrahrið um langan
tíma. En nú er öll velferð hvers þjóðfé-
lags mjög undir komin friðsamlegri sam-
vinnu þessara stórvelda. En rimman er
alt af að harna milli þeirra og er búin að
læsa sig um heim alian að heita má, og
raskar hvarvetna friði og óhultleika. Þessi
barátta slær óhug á alla og drepur dáðina
úr hvorumlveggja flokkanna sem deila og
þjóðfélaganna í heild sinni. Og er litið er
fram á veginn þá er ekkert svartara fyrir
sjónum en þessi hjaðningavíg.
En hver er undirrótin að þessum ófagn-
aði. Ekkert annað en hin miskunnarlausa
eigingirni manneðlisins, fjandskapur manna
gegn Guði og skortur á kærleika til ná-
ungans. Eigingirni er rót alls ills i heimi,
allar deilur eiga til hennar rót sína að rekja.
»Um einskilding og dalinn,
menn eru aö þræta og ýtast á,
uns þeir hniga i valinn«.
Eigingirnin hefir fylgt mannkyninu alt
frá þeim degi, er Kain setti fyrsta bróður-
blóðbleltinn í sögu mannkynsins, og tróð
hið mannlega bróðerni i tröð niður.
»Eigum vér ekki allir hinn sama föður?
Hefir ekki einn Guð skapað oss? Hvers
vegna breytum vér þá svo sviksamlega
hver við annan og vanhelgum sáttmála
feðra vorra?« (Mal. 2, 10). Ef mennirnir
hefðu látið stjórnasl af hinu guðdómlega
bróðerni, sem byggist á þvi, að allir eiga
»hinn sama föður, og »einn Guð«, sem
»lét sérhverja þjóð manna búa á öllu yfir-
borði jarðarinnar« — í eindrægni og kær-
leika — (Post. 17, 26),
þá mundi auðvitið
enginn misskilningur,
engar deilur vera í
heimi.
Ef vér lesum sögu
mannkynsins á liðn-
um öldum, þá sjáum
vér glögt, að þessi illa
rót í manneðlinu, eig-
ingirnin, befir leitt
mennina til þess að nLilið lil /ttgla liimin-
hugsa eingöngu um sinstt. Mall. fí, 2fí.
sinn hag, troða aðra
undir fótum miskunarlaust til þess að efla
sín efni og sín völd. En ávalt hafa afleið-
ingarnar af því ranglæti orðið hinar skað-
samlegustu.
Alt fram á vora daga hefir það ált sér
stað, að menn hafa svalað gróöafíkn sinni
með því lúalagi, sem nefnl er ánauð eða
þrældómur. Menn hafa verið gerðir að
rétllausum vinnudýrum, eins og Svertingj-
arnir i Suðurríkjunum í Bandarikjunum.
Ekki hefir þessi ánauðarstefna sist komið
í Ijós í stóriðnaði vorra tíma, og auðurinn
svo hrúgast saman á aðra hönd, en vinnu-
lýðurinn sokkið í djúp örbirgðar og vol-
æði. Og vist er það, að aldrei hefir auð-
magnið meira verið né örbirgðin afskap-
legri en á vorum dögum. Og baráttan milli