Ljósvakinn - 01.01.1926, Qupperneq 22

Ljósvakinn - 01.01.1926, Qupperneq 22
22 LJÓSVAKINN illu rólinni. Og sá kraftur er enginn ann- ar en fagnaðarerindi Jesú Krists, þvi að það er »kraftur Guðs til sáluhjáipar« — til hjálpar úr öllu volæði. Það er kraftur, sem reyndur hefir verið á liðnum öldum og reynst eina ráðið til að umskapa mann- legt hjarta, enda þótt það gerist ekki, svo að heilir hópar manna verði nýir menn i einu, heldur einstaklingarnir. »Hverjum þeim, sem trúir«, (Róm. 1, 16), segir postulinn, hverjum einstökum. Þjóðfélagsdeilur eru alt annað en »heil- agt stríð«. Markið, sem stefnt er að og ráðin sem höfð eru til að ná þvi, er svo jarðbundið alt, að af því getur aldrei runnið sú gullöld, sem marga órar fyrir. Lítið á verkamannafylkinguna, sem fylkir sér annars vegar í þjóðfélagserjunum. Á slefnuskrá hennar er margt einkar nýli- legt og jafnvel kristilegt, þar er einkunar- orðin: »Frelsi, jafnrélti og bróðerni« rituð gullnu lelri og að aliir eigi jafnan rélt til lífsins og bæiilegrar líðanar; en hana vantar yfirleilt þann anda, sem geti gert mennina betri, gert þá að raunverulega »nýjum mönnum«. Það skal að sjálfsögðu viðurkenna, að verkamannahreyfingin og fulltrúar hennar er ekki öllum í löndum jafn andkristileg eða fjandsamleg kristinni trú. Enskir og rússneskir verkamenn eru ef til vill í þeim efnum fjarlægast hvorir öðrum. Aðkvæðamenn meðal fulltrúa verka- lýðsins hafa líka bent á þelta andlega vol- æði verkalýðshreyfingarinnar og haldið þeim meginsannleika fram, að »sálin í allri betr- un sé betrun sálarinnar og til þess að mynda betra þjóðfélag þurfi betri menn«. Fagnaðarerindikcerleikansenekkihatursins. En hve þau eru sönn þessi orð hins mikla meistara vors, að »maðurinn lifir ekki á brauði einu saman!« Sé hinum andlegu meginþörfum mannsins eigi full- nægt, og lifi hann og striti að eins fyrir þeirri »fæðu sem eyðist«, að eins til að full- nægja sínum likamlegu kröfum, þá hverfur það alt, semgreinir manninn frá dýrunum. Oft er vitnað til Krists, um það, að hann hafi æðsta úrskurðarvaldið í þjóðfé- lagsdeilum og byltingum. Hann var sann- nefndur vinur fátækra og munaðarlausra. Hann kendi í brjósti um alla bágstadda, og ekkert átaldi hann harðlegar en menn, sem lifðu í óhófi og munaði, af því að þeir lokuðu hjartu sínu fyrir fátækum og nauðstöddum. En aldrei viðurkendi hann að ofríki væri ráðið, sem beita ælti til að ummynda þjóðfélagið og aldrei gerðist hann byltingarmaður í sínu þjóðfélagi. Hann vildi lála gjalda keisaranum silt. Og eins og riki hans var ekki af þessum heimi, svo beitti hann heldur ekki nein- um veraldarvopnum til að efla það. Hann flulli fagnaðarerindi kærleikans en ekki hatursins, því að hann kendi, að allir menn væru bræður, sem æltu að elska hverjir aðra. Pað sem heiminum riður mest á. Kristur leit á likamlegar þarfir manna. Hann gerði kraftaverk til að bæta úr matarskorli og sefa hungur manna. En andlegar þarfir manna, »brauð lífsins«, var honum þó sérstaklega umliugað um. Hann bauð öllum þeim sem erfiðuðu og voru þunga hlaðnir að koma til sín g þiggja hjá sér frið og hvild handa sálum sínum; það lífsins brauð gæli enginn gefið, nema hann og það eitt væri nauðsynlegt til þess að menn gæti orðið sælir hér í lífi og átt f vændum eilffa sælu. — Sœl /ramtíðarvon. En betra, já, algerlega nýtt og farsælt þjóðfélag mun þó upp koma um síðir. Já, »eftir fyrirheili Guðs væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr«. (2. Pét. 3, 13). Pá mun sá tilgangur Guðs með menn- ina ná fyllingu, að mennirnir skyldu vera fullkomlega sælir í öllu tilliti. Fyrir þessu upphaflega ráði tafði vald syndarinnar í heiminum. En svo fer að lokum, að hin lýnda Paradís finst að nýju, heimilið það verður endurstofnað. Þá munu þeir »planta víngarða og eta af ávexli þeirra«. og þá

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.