Ljósvakinn - 01.08.1926, Blaðsíða 9

Ljósvakinn - 01.08.1926, Blaðsíða 9
LJÓSVAKINN 33 »Vissulega er til einhver guö, vissulega er til einhver guð, vissulega er til einhver guð, en við höfum ekki fundiö hann!« Henni var sagt, að þessir heiðingjar hefðu hrópað til allra guða sinna og beöið þá að lækna þessa vini sína, en enga bænheyrslu fengið. Og nú gengu þeir þarna eftir götunni í heiönum bæ og sögðu: »Vissulega er til einhver guð, en við höfum ekki fundið hann«. Er nokkur sá, sem getur færst undan þvi, að vera með til að senda þessum villuráfandi manneskjum þetta svar: »Já, það er til guð, sem getur frelsað alla!« í liindi postnlanna og sett- íerðranna. Drollinn liefir mikillega blessað verk sitt á þessu starfssvæði. Trúaðir menn til- lieyra oss i Jerúsal- em, Damaskus, Beir- ut, Sídon, Aleppo, Antíokkíu, á Kýpur, i Galileu og við ána Jórdan. Hér bygði Abraham altari sitt, og hér boðuðu post- ularnir fyrst gleði- boðskapinn. t Gyðingalandi eru margir Múhameds- trúarmenn. Einn af starfsmönnum vorum þar var Múhameds- trúarmaður. Við aft- urhvarf sitt var þessi maður ofsóttur, settur í fangelsi og dæmdur til dauða, og var þvf nær orðinn píslarvotlur, en Drottinn tók í taumana og bjargaði honum. í mörg ár hefir hann starf- að trúlega fyrir frelsara sinn og meðbræðursína. Án efa eru þeir margir, sem eins og þessi maður, mundu gefa sig Kristi á vald, ef þeir að eins fengju þekkingu á honum. Pað er vilji Droltins, að hver einasta mann- eskja, sem þekkir hanD, taki þátt í þvi, að færa þcim ljós fagnaðarerindisins, semsitjaímyrkrinu. Beirut, Sýrland. Nils. Xerne. Umbreytta þorpið. Porpið Nono á eyjunni Nýju-Georgiu, sem er cin af Salómonseyjunum, er svo að segja hulið af háum pálmatrjára. Fyrir fáum árum voru í- búar þessa þorps heiðingjar á lægsta stígi. Höfðinginn í þessu litla þorpi, Vusi að nafni, er sá, sem drap síðasta manninn, sem var fórn- að í Marovo Lagunen. Kjötið af fórninni var gefið stríðsinönnum hans til heiðurs þeim guð- um, sem höfðu veitt honum sigur á veiðiferð- um hans. Hin fyrri saga Nonos er alt of hræðileg til þess, að hægt sé að fara út í hana hér. En hvílik breyting hér hefir á orðið! Heiðna goðahofið er nú ekki framar til né hinir marg- víslegu guðir. Maður sér ekki framar hina gömlu stríðsmenn útbúna með morðvopn. Ungu mennirnir nota ekki framar tímann til að búa til vopn. Börnin flýja ekki framar ólta- slegin inn þegar einhver ókunnugur nálgast þau. Pað er hvarvetna friður. Maður lieyrir hinn glaðværa hlátur barnanna og horfir á hina saklausu leiki þeirra. í dögun og aftur á kvöldin safn- ast allir saman í litlu laufkirkjunni sinni til að syngja hina glöðu Zíon-söngva og til að lesa Guðs orð, sem hefir hreinsað þá af hinum fyrri löstum þeirra og gert þá glaða og hamingju- sama, og til að til- biðja hann, sem megnar að frelsa alla þá, sem til hans, koma. Pegar gamli höfðinginn var skírð- ur, sagði hann: »Áður voru límar stríðsins, hat- ursins og blóðsúthellinganna, en nú lil'um við á tímura kærleikans«. Marovo-Lagunen, Salómonseyjunum. II. P. Wicks. Frá F’ilippseyjtinum. Fyrri helming ársins 1925 tóku 777 manns trú og létu skírast á Filippseyjunum og nú er meðlimatala vor þar orðin 6056. Par eru 106 söfnuðir, 173 hvíldardagsskólar, og 18 safnaðar- skólar og alls 80 samkomusalir, sem heyra starfi voru þar til. Eitt héraðið á þessu starfsvæði getur nú sjálft lagt fram meir en 4/d af því, sem starfsemin þarf til framfærslu, og er gotl útlit fyrir að hráðlega verði það miklu meira. Hið evangeliska trú- boðsstarf sýnir, að það eykst og þroskast eftir því sem það nær meiri fótfestu. Manille. Eugcne Woesner. IIÚs i Birma, sem innfœddir ha/a bggl lil pess að gela dvalið sem nœst krislniboðsslöðinni.

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.