Ljósvakinn - 01.08.1926, Blaðsíða 13
LJÓSVAKINN
37
og kom heill á húfi heim aftur. Ea pað sann-
fréttist, að stigamennirnir sætu framvegis um
líf Jóhannesar, og með því að Harry auðsýndi
Jóliannesi vináttu, vakti það óvild; því þegar
hann og kona hans nokkrum dögum síðar
voru að vinna í garðinum, komu þau auga á
nokkra menn inni í kjarrinu. Pað leit svo út
sem þeir ætluðu að fara framhjá, og því beygði
Harry sig niður til að fá sér að drekka. í sama
bili hleypti einn stigamaðurinn af svo nærri að
forhlaðið lenti á beru brjósti hans og andliti,
en kúlan fór inn i lærið. Hann var í skyndi
fluttur í sjúkrahús á nærliggjandi eyju og var
sárið hrcinsað og
bundið um það. Talið
var vísl að hanu
mundi brátt verða
hcill hcilsu aflur,
Höfundur þcssarar
greinar hefir séð heið-
indóminn í mörgum
löndum, í ýmsum hlut-
um Asíu, á Malayisku-
eyjunum og á Suður-
hafseyjunum; en vér
höfum aldrei á nokkr-
um stað séð slikt
myrkur, slíkt villi-
mannaæði, svo rótgró-
inn heiðindóm eins og
á Nýju-Hebredesej'j-
unum. Salómonseyjarn
ar eru vondar, en Nýju-Hebredesej'jarnar eru
verri. Par er svo mikið myrkur, að svo að
scgja verður þreifað á því.
Wahroonga, Ástralíu.
J. E. Fullon.
INý verlisviö könnuö.
Eg undirritaður var skmferða þeim prestin-
um K. H. Wood og kínverskum farand-prédik-
ara og ferðuðumst til vesturhluta héraðsins
Chekiang í Kína til að heimsækja þar hóp af
Kínverjum kristilega sinnuðum, sem varpað
hafa burtu skurðgoðum sínum og farið að þjóna
hinum sanna Guði. Wood fann, að 218 höfðu
ritað nöfn á vegginn í bráðabirgða-bænhúsi og
létu á þann hátt í ljós ósk sína um það, að
þeir fengju að heyra hina sönnu kenningu um
frelsarann, Jesúm Krist. Þeir eiga heima í 4
eða 5 þorpum, sem liggja í frjósömum fjalladal.
Ég og Wood vorum fyrstu úllendingarnir,
sem þangað höfðu komið og þorpsbúar séð, að
undanteknum landmælingamönnum, sem einu
sinni komu í dalinn. Pað var tekið mjög vel á
móti okkur og við hittum fleiri sem voru við-
búnir að taka skírn. Skirnin fór fram við fagr-
an læk, sem kom ofan úr fjöllunum.
Við komum við á mörgum stöðum i Chekiang
i sömu ferðinni; alls tóku 83 skírn. Hægt, cn
varanlega snúa Iíinverjar sér irá skurðgoðum
sínum og byrja að þjóna hinum sanna Guði.
Shanghai. C. C. Crister.
Japan er framíaraland.
Merkilcg breyting er að verða á öllu þjóðlífi
Japana. Allir viður-
kenna aö Japanar hafi
tekið stórkostlegum
framtörum i fjárhags-
legu tilliti. Nj^jar hug-
sjónir hafa rutt sér til
rúrns hjá þjóðinni.
Samfara þessu verða
menn varir við meiri
fúslcika hjá þeim lil
að gefa gaum að kenti-
ingu Gibliunnar og
fagnaðarerindinu.
Allir verkamenn vor-
ir segja frá þessari
breytingu. Vér verðum
hennar varir á opin-
berum kristilegum
samkomum vorum. Á
járnbrautarstöðvum og á gistihúsum verða fyrir
oss kaupsýslumenn og stúdentar, sem eru fúsir
á að tala um trúmál og eru viðtökufúsir og
vingjarnlegir í garð kristindómsins.
Konurnar í Japan læra nú að lesa og skrifa,
þvi að nú cr skólaskylda komin þar á i ai-
þýðuskólum jafnt fyrir stúlkur sem drengi.
Köllun
til kristinna nianna um lieim ullnii.
Mikið tekst trúboðum vorum með Guðs að-
stoð úti i heiðingjalöndunum og margt dýrð-
legt fá þeir að reyna. í blaði voru er minst á
nokkur atvik, sem sýna, hverju fagnaðarerindið,
sem er »kraftur Guðs til hjálpræðis, hverjum
þeim, sem trúir«, getur til vegar komið. Pað er
í sannleika dásamlegt að sjá, hverri breylingu
náð Krists getur til vegar komið í hjörtum
manna, sem lengi hafa verið fjötraðir af hjálrú
heiðninnar og þrældómi. En hve þetta hörmu-
lega ástand heiðingjanna ætti að gagntaka
hjörtu vorl
Heimili séra Bulls i Kihurio. Tanganyilca.