Ljósvakinn - 01.08.1926, Blaðsíða 15

Ljósvakinn - 01.08.1926, Blaðsíða 15
LJÓSVAKINN 39 Liliþrá læknuð. Maöur einn kom til vor í sjúkrahús vort i Nanning í suðurhluta Kína. Viö rannsóknina kom það í ljós, aö hann var likþrár, og var sjúkdómurinn kominn á talsvert hátt stig. Hann sagði, að hann vissi það sjáltur, að hann væri líkþrár, og hefði hann verið rekinn burt af heimili sinu. Við útbjuggum sérstakan verustað fyrir hann fyrir utan sjúkrahúsið, og byrjuðum á lækn- ingaaðferðum við hann með olíuinndæiingu Við létum hann fá evangelisk rit til að lesa, og töluðum við hann um hinn guðdómlega lækni, sem get- ur lækuað alla Sáralœkning i Nýju Guinen. sjúkdóma. Peg- ar við lásum fyrir hann Bihlíuna og sýndum honum fram á það, að í Guðs augum er syndin einskonar lík- þrá, þá varð hjarta hans fyrir guðlegum áhrif- um, og hann bað okkur að biðja fyrir sér, biðja um, að hann yrði heilbrigður. Eftir flmm mánaða lækningatilraunir hurfu blettirnir af andliti hans, og mátturinn í fólun- um var orðinn miklu meiri. Eftir eitt ár fór hann aftur heim til sin og enginn i nágrenninu ætlaði að trúa því, að þetta væri sami maðurinn, svo dásam- leg breyting var orðin á honum. Við og við liiltum við þennan mann og hann segir alt af: »Lofað- ur sé Guð, sem læknaði mig!« Nanning, Kvenlœknir á Salómonsegjum Suður-Kina. y/ð slarf silt. P. L. Williams. Lælniastarfseinin í Búsislandi. Vér höfum byrjað starfsemi með lækna-trú- boðum í héruðunum meðfrain Volgu í Suður- Rússlandi. Tveir læknar og tvær hjúkrunar- konur ásamt aðstoðarfólki hafa trúboðsstöð í Marxstadl; þar hefir verið komið á fót tveimur lækningastofum, annari fyrir augnasjúkdóma, sem eru mjög algengir þar, og hinni fyrir nef- og háls- sjúkdóma. Báðir læknarnir eru sérfræðingar. A þess- um lækningastofum er 2— 300 sjúklingum daglega veitt læknishjálp. Dálitlu sjúkrahúsi heflr verið komið upp fyrir sjúklinga, sem hafa langvarandi sjúk- dóma; þangað koma sjúk- lingar langa vegu að. Pessi lækningastarfsemi heflr unnið álit og verið inetin bæði af yfirvöldun- um og alþýðu manna. Vér höfum í hyggju, að senda fleiri lækna þangað, og vér höfum von um, að slikar stofnanir muni bráðlega geta koraist á fót í öðrum Sjúklingar á heilsuhœli voru í Loma Lituia, sem bíða eftir lœknishjálp.

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.