Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 4

Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 4
4 LJÓSVAKINN svarið við starfsemi ÞJóðbandalagsinsI Hvernig er ástandið? Sem svar við spurningunni viljum við leiða atbygli les- andans að grein, sem Lloyd George hefir skrifað. Pað er vert að athuga hana. Þessi nafnkunni stjórnmálamaður bendir á hindr- anir þær, sem þjóðirnar sjálfar leggi i götu friðarstarfsemis Þjóðbandalagsins. Hann sannar ekki að eins, að striðshættan sé gifurleg, heldur bendir hann einnig á orsakirnar. Við viljum svo benda á nokkrar stað- reyndir, sem tala skýru máli um undir- tektir sjálfra þjóðanna þegar til fram- kvæmdanna kemur og má telja það hið virkilega svar frá þeirra hálfu við tilraun- um bandalagsins að útrýma stríði. Hvernig gengur nú að draga úr vfgbúnaði þjóðanna? Lloyd George tekur það fram, að nú hér um bil tiu árum eftir heimsstyrjöld- ina, hafi Evrópa her, sem nemi 10,000,000 manna. Þetta hlýtur að vera meðaltal. Samkvæmt hermálaskýrslum fyrir árið 1927 hafa þjóðir Evrópu tilbúinn her /þá að friður séj er nemi 37a milj. Þannig er talið að her Frakklands sé 730,000, Pól- Iands 300,000, ítallu 300,000, Rússlands 1,000,000. En þurfi að bjóða út til stríðs hefir Frakkland tilbúna hermenn er nemi 5,000,000, ítalia 3,500,000, Pólland 2,000,- 000, Rússland 6,000,000, o. s. frv. Sam- kvæmt friðarsamningunum frá Versailles má Þýzkaland ekki hafa meiri her en 100,000. En það hefir stofnað ýms varn- arfélög, sem minsta kosti i augum Frakka telst herlið. Pessi félög, eftir því sem franska blaðið Revue Universelle segir munu hafa yfir að ráða 2,500,000 og þar við bætist svo 37a milj. sem tilheyra lýð- veldissinnum og gengur undir nafninu Reichsbanner. Pað verður ekki of hátt áætlað, að Evrópa muni geta boðið út 27,000,000 hermanna, ef þjóðunum býður svo við að horfa. Pað er þvi ekki hægt annað en samsinna þvi er Major Hafiner segir i »Aftenposten« 1. des. 1927: »Pjóð- irnar eru i raun og veru lengst frá því að draga úr vigbúnaði, sem þær nokkru sinni hafa verið«. Aö visu er hlé nú sem stendur að mestu leyti. En til hverserþetta hlé notað? Við höfum bent á að fallbyssurnar hafa hvilt sig sið- astliðin níu ár. Pað er ekki svo að skilja, að þjóðir Evrópu hafi hælt að hugsa um fallbyssur og önnur hernaðartæki. Ein- mitt á þessu sviði fáum við svar, sem talar skýru máli frá þjóðunum gegn friðar- ráðstöfunum Pjóðbandalagsins. Jafnhliða þvf, að bandalagið hefir lagt á ráð og komið með uppástungur, sem sumar hafa kafnað svo að segja í fæðing- unni, hafa þjóðirnar svarað með dugandi framkvæmdum. óg þessar framkvæmdir bera óneitanlega vott um sára litla trú á afvopnun í framtíðinni. Pjóðirnar selja eða rífa mörg herskip, sem ekki uppfylla þarf- ir nútímans o. s. frv. en þær bæta öðrum við, sem eru búin nýtísku vélum og út- búnaði. Eftir reynslu þeirri er menn fengu í heimsslyrjöldinni eru nú búin til stærri og ógurlegri vopn af öllum tegundum: enn stærri fallbyssur, hriðskolabyssur o. s. frv. betri og meðfærilegri striðsvagnar (tanks) o. s. frv. o. s. frv. Hinir gáfuðustu heilar

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.