Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 9
LJÓSVAKINN
9
einnig á þessu sviði. Það er það, sem
mest hefir að segja við að rannsaka þessi
viðhorf — frá þeim sjónhól, sem við vilj-
um sérstaklega horfa á það. Engum getur
dulist, að þessi stöðuga æsing, sem á sér
stað meðal stétta þjóðfélagsins, þessi deila
milli verkalýðs og vinnuveitenda, hlýtur
að baka viðkomandi stórtjón, sem og þeim
er á nokkurn hátt eru í sambandi við at-
vinnureksturinn. Líka getur engum dulist,
sem hugsar nánar um þelta atriði, að slíkt
framferði hlýtur að auka andúð og óvin-
áttu milli hlutaðeigandi og verða að sið-
ustu að þeim skilvegg milli manna, sem
alls ekki ætti að eiga sér stað í kristnu
Iandi. Að deila um það hvar sökin sé
eiginlega hefir minna í sér — þar eigum
við ef til vill öll hlut i. t*að sem mest um
vert er að taka eftir, er að ástandið —
eins og það er f raun og veru, er nákvæm-
lega eins og spámenn Rilningarinnar hafa
lýst því á þjóðfélagssviðinu í heiminum
rétt fyrir endurkomu Frelsarans.
Það eru einkum tveir þessara spádóma,
sem við viljum dvelja ofurlítið við nú.
Fyrst skulum við alhuga það sem postul-
inn Páll segir i 2. Tím. 3, 1.—5., þar sem
hann vekur athygli manna á, að gæta að
því, að á hinum síðustu dögum muni
koma erfiðleikar (»en vita skaltu þetta, að
á síðustu dögum munu koma erfiðar tíð-
ir«). Því næst dregur hann upp ljósa, en
óhuggulega mynd af ástandinu, þegar sá
tími komi. Hann segir meðal annars, að
fólk muni vera eigingjarnt (sérgóðir), fé-
gjarnt, hrokafullir (vanheilagir) kærleiks-
lausir, ósáttfúsir (óhaldinorðir), grimmir,
ekki elskandi það sem golt er. í*að lætur
að likum, að á tima þeim, sem
slíkt ástand er ríkjandi hljóti
að vera erfiðar tíðir (vandræða
ástand).
Tökum t. d. til athugunar
fyrsta einkennið: eigingirni.
Menn hafa að vísu alt af siðan
syndafallið verið eigingjarnir að
eðli, en á síðustu dögum skyldi
þetta einkenni vera svo áber-
andi, að hægt væri að þekkja
tímann fyrir það. Hinn eigin-
gjarni hugsar að eins um sjálf-
an sig en minna um aðra. Eig-
in hagsmunir er takmark hans
í lífinu. Þetta leiöir aftur af sér,
að sá sem valdið hefir í þann
svipinu, reynir að beita því til
þess að hafa fé af öðrum og jafnvel kúa
þá. Peningagræðgi yrði líklega almenn.
Eigingirni með hroka og grimd mundi
leiða til óréttlætis gagnvart öðrum. Hefir
ekki æfinlega verið eitthvað af sliku?
Hefir það ekki endað í sorg og basli fyrir
þeim sem undirokaðir hafa verið, og orðið
að vinna baki brotnu til þess að hafa það
allra nauðsynlegasta, en aðrir hafa tekið
ágóðann af vinnu þeirra? Og Guð sem er
réltlálur hefir séð þetta alt saman.
Tökum þessar athuganir með oss, og
lítum annan rithöfund, sem talar knúður
af Heilögum anda, Jakob, þjón Guðs og
Drottins vors Jesú Krists. Hann hefir al-
vöruorð að mæla til hinna eigingjörnu,
sem undiroka aðra meðbræður sína:
»Heyrið nú þér auðmenn, grátið og