Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 22
22
LJÓSVAKINN
Dies Solis = Dagur Sólarinnar = Sunnudagur
Dies Lunæ = Dagur Mánans
Dies Martis = Dagur Mars
Dies Merkurii = Dagur Merkurs
Dies Jovis = Dagur Jupiters
Dies Veneris = Dagur Venus
Dies Saturni = Dagur Saturn
(Týrsdagur, Óðinsdagur o. s. frv. var
nefnt hér áður en kaþólska kirkjan breytti
nöfnunum i það sem nú er notað bér á
landi.)
Við sjáum af þessu að Sunnudagurinn
(dagur sólarinnar) var fyrsti dagur vik-
unnar, mánadagur annar o. s. frv. Saturns-
dagur sjöundi dagurinn (á ensku enn i
dag Saturday). Laugardagurinn og ekki
sunnudagurinn er hinn sjöundi dagur.
Margir álita sunnudaginn vera sama og
hvildardaginn. En þetta eru tveir sérstakir
dagar. Sunnudagur hefir hinn fyrsti dagur
vikunnar verið nefndur af heiðingjum,
eins og annar dagur vikunnar hehr verið
nefndur mánadagur. Þannig er sunnudag-
urinn alls ekki hvíldardagur Drottins vors.
Hinn sjöundi dagur er hvildardagur eftir
boðinu, eins og guðspjallamaðurinn Lúkas
tekur fram: Og hann (Jósef frá Arimatea)
tók hann (líkama Jesú) ofan og sveipaði
hann í linklæði og lagði hann i gröf,
höggna út i stein, sem enginn hafði áður
legið í. Og það var aðfangadagur (undir-
búningsdagur, sá dagur sem Frelsarinn var
krossfestur) og hvildardagurinn fór i hönd,
og konur þær, sem komið höfðu með Jesú
frá Galileu, fylgdu eftir og sáu gröfina og
hvernig líkami hans var lagður, og þær
sneru aftur og bjuggu út ilmjurtir og
smyrsl. Og hvildardaginn héldu þœr kijrru
fgrir, samkvœmt boðorðinu, En í aftureld-
ing fyrsta dag vikunnur komu þær til graf-
arinnar með iimjurtirnar, er þær höfðu út
búið. Lúk. 23, 53.-56.; 24, 1.
í þessum ritningarstað er talað Ijóslega
um þrjá daga vikunnar, nefnilega 1) dag-
inn, sem Kristur var krossfestur (föstudag)
2) næsta dag á eftir (hvildardaginn eftir
boðorinu) og 3) hinn fyrsta dag vikunnar,
= Mánudagur
= Priójudagur = Tyrsdagur
= Miövikudagur = Óóinsdagur
= Fimtudagur = Pórsdagur
= Föstudagur = Freyjudagur
= Laugardagur
þegar Kristur reis upp frá dauðum. Hvild-
ardagurinn, samkvæmt boðorðinu, þ. e.
hinn sjöundi dagar, er þá næstur á undan
fyrsta degi vikunnar, eða þeim degi er við
nú alment köllum sunnudag. Auðvitað get-
um við hvílt ifkamann á einhverjum öðrum
degi. En hvilst i Drottni getum við ekki,
nema hlýða honum og halda hinn sjöunda
dag, sem er hvildardagur Drottins Guðs
vors Jesú Krists, samkvæmt boðorðinu. Sá
dagur er kominn beina leið frá aldingarð-
inum Eden. Hann er hvildardagur, sam-
kvæmt þeim lögum, hvers yfirtroðsla er
synd (1 Joh. 3, 4.) Þaö lögmál, sem Jakob
talar um þegar hann segir: »því þótt ein-
hver héldi alt lögmálið, en hrasaði i einu
atriði, þá er hann orðinn sekur við öll
boðorð þess«. Jak. 2, 10. Hvildardagurinn
er því hinn sjöundi dagur.
Hve lengi mun hvildardagur Drottins
verða haldinn? Hvildardagurinn stendur
svo lengi sem þær staðreyndir, sem hann
er grundvallaður á breytast ekki. Þessi
staðreynd er, að skaparinn framleiddi alla
hluti á sex dögum, og hann hvildist þann
sjöunda, að hann svo blessaði hann, og
síðan helgaði hinn sjöunda dag, eða ákvað
að hann skyldi æfinlega haldinn helgur.
Skipunina um þetta selti hann í miðju
siðferðislögmálsins, sem eru hin tíu boð-
orð, og þau eru óumbreytanleg.
1 Jes. 66, 22. 23. finnum við þessi þýð-
ingarmiklu orð: Því eins og hinn nýi him-
inn og hin nýja jörð, sem ég skapa, mun
standa stöðug fyrir mínu augliti, segir
Drottinn, eins mun afsprengi yðar og nafn
standa stöðugt. Og á mánuði hverjum
tunglkomudaginn, og viku hverri, hvildar-
daginn, skal alt hold koma til að falla
fram fyrir mér, segir Drottinn.
Hvildardagurinn mun því standa um
eilffð. Hann er eins og nokkurskonar brú,
sem nær frá hinni töpuðu Paradfs til
hinnar aftur unnu Paradfsar.