Ljósvakinn - 01.01.1928, Page 23
LJÓSVAKINN
23
Hvað verður úr óeirðunum í Kína?
Eftir I. H. Evans, sem á heima í Shaoghai í Kina.
Síðan Yuan Shi Kai leið, heíir Kína verið
heimsótt af innanlandsófriði innan hinna
ýmsu héraða. Hver höndin hefir verið upp
á móti annari að heita má — þangað til
þjóðin var orðin svo illa til reika, að á-
standið hefði ekki verið verra þó hungurs-
neyð hefði geysað í landinu.
Yuan Shi Kai á upptökin að ástandinu
eins og það er, með því að hann skipaði
herforingja yfir hvert fylki. Stuttu eftir
lát hans fóru þessir valdstjórar að stríða
um yfirráðin sin á milli. Síðan hefir ekki
verið flokkadráttur um neitt stórmál i
þarfir þjóðarinnar, heldur hefir alt snúist
um persónur, sem hafa reynt að ná .undir
sig völdum og auði.
Hinir svo kölluðu þjóðernissinnar, sem
komu frá héraðinu i kring um Iíanton,
berjast nú móti norðlægari héruðum, og
þegar þetta er skrifað eru þeir i afturhaldi
frá Peking. Pessi flokkur hefir orðtækin:
»Kína fyrir Kínverja«. »Niður með keisara-
sinna«. »Útrýmið útlendingum«. Flokkur
þessi reis upphaflega gegn þjóðþinginu i
Peking, gegn stjórnarskránni o. s. frv. Sun
Yat Sen og hinn aldraði Dr. Wu og fleiri
settu aðalbækistöð sina i héraðinu kring
um Kanton og tókust á hendur að mæla
gegn öllu því sem norðlægari fylkin gerðu,
hvort heldur það voru innanrfkis- eða
utanrikismál. Peir söfnuðu að sér her,
unnu orustur og töpuðu orustum, unnu
lítið á í málum en eyddu miklu i þetta
brask. Fyrir utan stefnuskrá þeirra f stjórn-
málum, hafa þjóðernissinnar yfirráð yfir
hernum er um er að gera í þessum lands-
hlutum, sem þeir eru f, og berjast nú gegn
öllum, sem aðrar stjórnmálaskoðanir hafa,
og voga sér að mótmæla stefnu þeirra.
Flokkur þessi er aðallega hermenn, sem
berjast hver gegn öðrum um völdin, og
hver uppreisn hefir vitanlega tap og eyð-
ingu í för með sér. Því meira sem herinn
dreifist frá orustusvæðinu því minna er að
byggja á hinar ýmsu deildir hans.
Eftir heimsókn sína til Moskva, þar sem
hann virtist vera á bandi Sovjetstjórnar-
innar, sneri Dr. Sun aftur til Kíua og út-
breiddi stjórnmálaskoðanir sínar þar eftir
því sem heilsa hans leyfði. Rússar voru
með honum og sýndu honum hvernig hann
ætti að blása að horgarastyrjöldinni og
vekja hatur og deilur. Eftir dauða hans
gerðu Kinverjar af undirróðri Rússa, Dr.
Sun að þjóðhetju. Pað var gefin út bók,
sem sagt er að sé útdráttur úr kenning-
um hans. Hún átti að vera rituð fyrir hina
óuppfræddu, og það er sagt að hún sé svo
einföld og kröftuglega rituð að hún skiljist
jafnvel af ólæsum rnanni, þó hann heyri
hana ekki nema einu sinni upplesna. Gif-
uryrði eru notað til þess að útskýra hvers-
vegna Kfnverjum beri að hata alla útlend-
inga, jafnvel kristindóminn og alt sem út-
lendingar hafi á boðstólum. Bók Dr. Suns
hefir verið gefin út svo milj. eintaka skift-
ir, og þó er eftirspurnin svo mikil að varla
er hægt að fullnægja henni. Hvar sem
þessi bók er lesin kemur hatur gegn út-
lendingum, og hugir fólks gagnvat verzl-
unarerindrekum og trúboðum snúast til
hins verra og þelta hefir gengið svo langt
að hætta er nú á ferðum fyrir alla útlend-
inga, sem voga sér að ferðast gegnum landið.
Kínverjar eru ekki helmskíngjar.
Af innihaldi þessarar bókar eins og lika
öðrum æsingaritum, fá Iíinverjar þá skoð-
un inn hjá sér, að alt sem útlendingar
eiga og hafa með höndum, sé fengið bein-
línis með því að svikja og undiroka Kin-
verja á einhvern hátt. Pessar bækur draga