Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 8
8
LJÓSVAKINN
að flnna nú. Því það er nokkuö, sem oft
er ekki á mannafæri að ókveða. Við vilj-
um að eins beina albygli að því, að slíkt
lögmál hefir alt af verið til, og það mun
standa svo lengi sem réttlæti og ranglæti
er hugsanlegt. Nútíminn sýnir að þessi lög
eru við liði. Á morgun munu þau koma í
ljós, með því að hegna þeim, sem rang-
lætið fremur i dag.
Baráttan fyrir lífinu.
í útskýringu sinni yfir bænina: »gef
oss í dag vort daglegt brauð«, telur Luther
einnig föt, hús og heimili, sem tilheyrandi
þessari bæn. Og hann gerir það léttilega,
því alt þetta tilheyrir vorum daglegu þörf-
am. En — þvi miðurl hversu margir eru
það ekki, sem vanta bæði brauð og föt,
hús og heimili. Hugsunin og meðvitundin
um alt hið óverðskuldaða (við ætlum ekki
að tala um sjálfskaparvítin) böl, sem fólk
liður svo mörgum þúsundum skiflir, jafn-
vel i menningarlöndunum, mitt á meðal
þeirra er nægtir hafa af öllu, ætti að
vekja meðaumkvun hjá manni, og þrá
eftir þeim degi er eymd í hverri mynd,
sem um er að ræða, verður ekki lengur til.
Baráttan fyrir lífinu er ekki að eins i
hrörlegu hreisunum, þar sem fólk hefir að
eins til hnifs og skeiðar. Vegna samvinnu
nútimans er baráttu þessari breylt yfir á
stærri félög, sem heyja hana svo fyrir allra
augum. Hernaður kostar æflnlega fjárfram-
lög, og sama er að segja um baráttuna
fyrir hinu daglega brauði eins og barist
er nú oftast nær. Þetta munu allir kann-
ast við að einhverju leyti.
Vér höfum hér hjá oss enska hag-
skýrslu, sem sýnir greiniiega fram á um-
ræddan kostnaö. Skýrslan nær írá 1912—
1926 og er fyrir Stórbretaland.
Eins og hægt er að sannfærast um af
töflunni hafa tapast þessi 15 ár: 434,520,-
000 virkir dagar. Pað er sama sem að 1
milj. manna gengu vinnulausir i 434 virka
daga eða hér um bil 17 mán., eða um
Ár Tala verkf. Tala manna er tóku þátt i verkf. Tala dagsverka sem töpuðust.
1912 834 1,232,000 40,890,000
1913 1459 479,000 9,800,000
1914 972 326,000 9,800,000
1915 672 401,000 2,950,000
1916 532 235,000 2,450,000
1917 730 575,000 5,650,000
1918 1165 923,000 5,880,000
1919 1352 2,401,000 34,970 000
1920 1607 1,779,000 26,570,000
1921 763 1,770,000 85,870,000
1922 576 512,000 19 850,000
1923 628 343,000 10,670,000
1924 710 558,000 8,420,000
1925 604 402,000 7,970,000
1926 313 2,721,000 162,780,000
1000 gengu vinnulausir í 1500 ár. Reikni
maður kaup til jafnaðar 7 kr. á dag, er
tapið þessa 434,520,000 virka dag rúmlega
3041 milj. krónur. Við þelta tap bætist
svo það sem aldrei er hægt að reikna með
tölum, en það er óregla á daglaunum, sem
öll þjóðin bíður skaða við.
í Bandarikjunum i Ameríku hafa verið
28,861 verkföll sfðastliðin 12 ár, sem er
álitið að hafi fært verkalýðnum tap sem
nemi 7517 milj. króna, þar við bætist svo
tap atvinnuveitenda sem og það tap, sem
almenningur í heild sinni biður og er á-
ællað 44,000 milj. krónur. Samtals 51,517
milj. tap fyrir þjóðina.
Tölur þessar gefa nokkurnvegin rétta
hugmynd um ástandið i heiminum þar
sem svipað hagar til og i þessum löndum,
sem hér hefir verið getið um. Og þær gefa
þá lika hugmynd um að hér er alvarlegt
ástand um að ræða á þessu sviði yfirleitt.
Þær vitna glögglega um æsinguna milli
stéttanna í heiminum, nokkuð, sem þrátt
fyrir ýmsar tilraunir til að jafna og semja
milli, verður alt af meira af og verra
viðureignar.
Hvað segir þetta okkur?
En alt þetta, þó leiðinlegt sé til að vita
að svona gengur það til í heiminum, sýn-
ir okkur ijóslega, að orð Guðs segir satt