Ljósvakinn - 01.01.1928, Qupperneq 5

Ljósvakinn - 01.01.1928, Qupperneq 5
LJÓSVAKINN 5 vinna nú að þvi af kappi að finna upp hið allra notadrýgsta i þágu ófriðar og manndrápa. Aldrei heíir verksmiðjuiðnað- urinn hvað hergögn snerlir verið meiri. Hið þekta tímarit »Scientific American« í des. siðastl. hefir grein með fyrirsögninni: »Great Britain’s Mechanised Army« (her- undirbúningur Stórabretlands). í grein þessari er vakið athygli á hve hinir sein- færu og skröltandi tanks, sem fyrst voru notaðir um miðja heimsstyrjöldina, séu ólíkir þeim nýju stríðsvögnum (vehikler), sem séu eitt af áhöldum hersins nú. Við höfum talað um herútbúnað á haf- inu og landi. Þá er eftir loftið. Það er til- tölulega stutt síðan byrjað var að fljúga, en loftið er rúmgolt svið fyrir hernaðar- framkvæmdir i ýmsum myndum. Ofurlitla hugmynd um það fékk maður i síðuslu styrjöld. Nú fjölgar óðum þessum stóru fuglum, sem munu hafa svo mikla þýð- ingu í næstu styrjöld, að naumast er hægt að gera sér grein fyrir slíku. Þá er nú efnafræðin. Eins og kunnugt er grípur efnafræðin víða inn í verklegar framkvæmdir — og nú tiltölulega nýlega hefir henni verið beitt beinlinis til hernað- arframkvæmda, en árangurinn af öllum þeim tilraunum, sem rannsóknarslofur nú- timans gera er enn ekki augljós, en það kemur og fram í næsta striði. Það er óhælt að segja, að hvorki tími, erfiði né peningar eru sparaðir, til þess að ná sem allra mestri fullkomnun á sér- liverju sviði í úlbúnaði hers og fiota ríkj- anna. Ekkert tillit er tekið til samninga, eða ákvarðana þeirra er hafa það með höndum að útrýma whroltalegum hernað- araðferðum«. Hvar getur maður fengið útskýr- ingu á þessum fyrirbrigðum? Manni veröur á að spyrja með nokk- urri undrun: Hver er orsök þessa merki- lega viðhorfs, þessa ótrúlega fyrirbrigðis? Hver orsök getur legið til þess að þjóð- irnar breyti að því er séð verður gagn- stætt óskum sinum? Hvað skyldi það eiginlega vera, sem rekur þær svo áfram í mótsögn við hugsjónir sínar? Spurningin er þýðingarmikil. Orsökin er til. Og án þess að skilja orsökina, getur maður ekki sagt um ástandið eins og það er í raun og veiu, og því síður gert sér grein fyrir afleiðingum þess. Svo og ekki lært af ástandinu, sem er óneitanlega það þýðingarmasta. í blaði, sem áður er umgelið, og þar sem Major HafTaer talar um að þjóðirnar hafi aldrei verið fjarlægari framkvæmdum í þá átt að draga úr vfgbúnaði en nú, bælir hann við: »Ástæðan er lausung á öllum sviðum í Evrópu eftir heimsstyrj- öldina, og hin almenna tortrj'gni og van- traust til Rússlands séistaklega«. Þelta mun vera rétt, svo langt sem það nær. Þjóðirnar vanta traust til hverrar annarar. Þrátt fyrir alt þorir engin að treysta hinni. Eiginhagsmunir rekast auð- veldlega á, og vitandi það ala þær van- traust hver til annarar. En þetla er nú samt ekki grundvallar- ástæðan fyrir meininu. Það er ekki að eins vantraust, sem rekur þjóðirnar fram á þessari braut. Það eru aðrar ástæður sem liggja dýpra. Það eru kraftar að starfi, sem hvorki einstaklingar né þjóðir beisla. Og það gerir ástandið enn þá alvarlegra en nokkur gerir sér grein fyrir í fljótu bragöi. Það er ómögulegt að skilja stjórnmála- stefnur nútímans, nema í Ijósi Heilagrar ritningar. Meun geta bent á hinar ytri og meira áberandi orsakir og afleiðingar, að eins það sem svo að segja flýtur á yfir- borðinu; en orð Guðs bendir á hið raun- verulega — undirstöðu-orsökina. Bæði í Gamla- og Nýja-testamentinu finn- um við opinberanir, sem draga skýluna frá, hið timanlega slör til hliðar, og sem sýna ljóslega með einföldum orðum, hvað gerist f hinum ósýnilega heimi, sem hul-

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.