Ljósvakinn - 01.01.1928, Síða 14

Ljósvakinn - 01.01.1928, Síða 14
14 LJÓSVAKINN er og ómissandi í frelsisáforminu. Því ef t. d. trúuð manneskja fer strax tii himins í sælu, um leið og hún deyr, þá getur það illa samrýmst fyrir huga manns, að hin sama persóna þurfi að risa upp aftur ein- hverntíma. Og ef vantrúa maðurinn er dæmdur strax eftir að hann deyr, og er látinn i hegningarstaðinn, þá liggur mjög nærri að spyrja, hvers vegna sá hinn sami, eftir nokkur ár eða hundruð ára eða þús- undir ára þurfi að risa upp tii þess svo enn á ný að hljóta refsingu. Þessar og því líkar skoðanir gera talsvert að þvf, að efnið um upprisuna og dóminn eins og Ritningin setur það fram verður óskýrt og jafnvel óskiljanlegt fyrir almenningi. Þessi atriði verða aftur á móli mjög Ijós, ef við tökum með það sem Ritningin sjálf kennir um þessi atriði. Þá sér mað- ur fyrst hve afarmikla þýðingu upprisan hefir. Rá er hún ekki lengur að eins hugarburður, sem iítið þurfi að hugsa um nánar — eins og hún er fyrir fjöldanum nú, sem skoðar málið frá sjónhól þessara kenninga, sem læðst hafa inn þar sem þær þó ekki eiga heima. Upprisan verður þá nokkuð, sem er óslítandi frá loforðum Guðs, oss til frelsis. Við skulum nú reyna að gera okkur grein fyrir hinni réttu af- stöðu upprisunnar til kristindómsins að öðru leyti, og þýðingu hennar í frelsis- áformi Drottins vors Jesú Krists: Afstaða upprisunnar við annað það sem postul >rnir kendu Frelsarinn lagði áherslu á upprisuna, bæði í ræðu og ekki sfst með þvf, að benda á eigin upprisu frá dauðum. Hann hafði aftur og aftur sagt, að hann ælti að deyja og rfsa upp aftur. Og hann talaði líka skýrt um þann tíma, þá allir þeir, sem dánir eru munu rfsa upp af gröfum sfnum (Jóh. 5, 28. 29.), og hann benti einnig á launin, er hinir réttlátu munu fá eftir hina sérstöku upprisu þeirra (í upp- risu réttlátra Lúk. 14, 14). Þegar postularnir eftir himnaför Jesú byrjuðu starfsemi sína í þágu fagnaðar- boðskaparins um frelsið fyrir trú á Jesúm, þá var upprisan — til hneykslis fyrir Gyð- inga — eilt af aðal-efnunum, sem þeir töluðu um. Þeir lögðu ekki aðeins mikla áheizlu á þetta atriði (sem var prestunum sérstaklega ógeðfelt) heldur settu þeir upp- risu Jesú fram, sem hyrningarstein í kenn- ingu þeirri, sem öllum bar að taka gilda, er vildu taka á móti frelsinu í Kristi. Þetta sést glögglega af Posts. 4, 1. 2.: En meðan þeir (Pétur og Jóh.) voru að tala til fólksins, komu að þeim prestarnir og varðforingi helgidómsins og Sadukkearnir, sem voru sárgramir af því, að þeir kendu fólkinu og boðuðu upprisu dauðra í Jesú. Og með miklum krafti báru postularnir vitni um upprisu Drottins Jesú. 33. v. Sjá kap. 1, 22.; 2, 24. 32. og marga fl. staði. Hvað segir Páll postuli um upprisuna? Skömmu eftir að Páll snérist til kristin- dómsins, tók hann að kenna f samkund- unum, að Jesú væri sonur Guðs. Posts. 9 20. Aftur og aftur er sagt frá því í Post- ulasögunni, að þessi mikli trúboði meðal heiðingjanna og Gyðinga hafi prédikað upprisu Jesú. Skýrar en nokkur annar höfundur Nýja- testamentisins hefir postulinn Páll gert grein fyrir upprisunni i sambandi við aðrar kenningar kristninnar. Hann benti á, að upprisa dauðra væri sterk sönnun þess að Kristur væri sonur Guðs. Róm. 1, 3. 4. I ráðsályktun sinni hefir Guð upp- vakið oss ásamt með Kristi og búið oss sæti í himninum ásamt með honum. Ef. 2, 6. 7. I skírninni erum við uppreistir til þess að ganga í endurnýjung lífsins, eins og Kristur var uppvakinn frá dauðum . . og fyrir líking dauða hans (þ. e. eftirlfk- ingu dauða hans og upprisu, en það er skirnin, ef hún er framkvæmd eins og Biblian kennir að eigi að framkvæma hana)

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.