Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 17

Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 17
LJÓSVAKINN 17 þá ekki heldur frelsari frá synd), ef Kristur er ekki upprisinn frá dauðum 14. v. — Jafnvel það að trúa á Krist, sem frelsara, er þá gagnslaust, ef það er ekki staðreynd, að hann hafi risið upp frá dauðum. Og enn — enn íhugunarverðara. Ef Kristur er ekki upprisinn . . . þá jafnframt þeir einnig glataðir, sem sofnaðir eru i trú á Krist (18. v.). Og hann bætir við: Ef vér höfum sett von vora til Krist í þessu lifi og alt er úti — þá erum vér aumkunar- verðaslir allra manna (19. v.). Þvi næst endar hann með sigurhrósi, sem kæfa ætti alla vantrú hjá lesaranum, er hann Jýsir yfir hinum eilífa óumbreytanlega sannleika: En nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru (20. v.). Hvernig vikur þessu við? Hvað hafði Páll postuli fyrir sér, að trúin væri ónýt, að hinir trúuðu væru áfram í syndum sínum, og að hinir sofnuöu f trú væru glataðir, svo framarlega, að upprisa dauðra ætti sér ekki stað? Svarið við þessari spurningu er ofur einfalt, en heíir að undirstöðu annað efni, sem við munum ekki koma inn á i þess- ari grein. Að eins segjum við þetta: Biblían kennir, að hinir dauðu, bæði trúaðir og vantrúaðir, sofi f gröfinni þangað til upp- risan á sér stað, og að þeir þangað til hafi enga meðvitund um nokkurn skapaðan hlut — því það er hvorki starfsemi, né hyggindi, né þekking, né vizka í dánar- heimum, þangað sem þú fer. Eins og orð Guðs kemst að orði (Préd. 9, 5. 10). Ef þeir ekki risa upp aftur, þá fá þeir ekki framar hlutdeild í lííinu, jafnvel hinir trú- uðu eru þá glataðir, segir postulinn Páll. Þeir verða þá áfram í dauðanum. Þegar við yfirvegum upprisuna í ljósi þessa sannleika, þá verður þetta afar- þýðingarmikla alriði kristindómsins skýrt og einfalt fyrir sjónum vorum. Undir upp- risunni er komið, hið endanlega frelsi. Án upprisu er ekkert frelsi, ekkert líf eftir dauðann — ekkert eilíft lif. Hversvegnaer deilaum upprisuna? Deilan um upprisuna, er vegna tveggja aðal-ástæða nú á dögum. Við viljum til að enda með að eins taka yfirstandandi tíma til athugunar á þessu atriði. Ýmsar stefnur, sem hafa það á dagskrá, að »leita hó/annav, eða taka það að eins með úr Ritningunni, sem stutt geli þeirra eigin hugmyndir, neita upprisunni af því, að hún striði á móti náttúrulögmálinu, að þeirra dómi. En sjáanlegt er það hverjum trúuðum og öllum, sem lesa Nýjatestamentið, að það, að neita upprisunni er sama og hafna ailri kenningu Jesú og postulanna, því þeir kendu greinilega, að dauðirmundu rísa upp. Frelsarinn sagði: Undrist ekki þelta, því sú kemur slund, að allir þeir, sem í gröfunum eru munu heyra raust hans, og þeir munu ganga út, þeir sem golt hafa geit til upprisu lífsins, en þeir, sem ilt hafa aöhafst til upprisu dómsins. Jóh. 5, 28. 29. Páll postuli vænti »að upp mundu rísa bæði réttlátir og ranglátir«, og hann boðaði fagnaðarerindið um Jesúm og upprisuna. Þegar dauðinn hreif burt nokkra af hinum trúuðu, benti hann á, að hinir sem eftir lifðu gætu huggað sig við fyrirheitið um upprisuna, þegar Kristur kemur aftur (Posts. 24, 15; 17, 18; 1. Þess. 4, 13-18). Þegar hinn síðasti lúður kveður við mun Kristur opinberast í skýjum himins, og hinir réttlátu dánu rfsa upp úr gröfum sinum (1. Kor. 15, 50—55). Og að segja, að ómögulegt sé að dauðir rísi upp, þá situr það illa á dauðlegum, vanmáttugum manneskjum, að neita orð- um Ritningarinnar, og segja að skaparinn geli ekki reist hina dánu upp aftur af gröíinni. Var það ekki engill, sem sagði að ekkert væri Guði ómátlugt? Og sagði ekki Jesús sjálfur, að fyrir Guði eru allir hlutir

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.