Ljósvakinn - 01.01.1928, Side 18

Ljósvakinn - 01.01.1928, Side 18
18 LJÓ;SVAKINN mögulegir, og það sem mönuum væri ómögulegt það væri Guði mögulegt (Lúk. I. 37; 18. 27; Matt. 19. 26). Abraham trúði, að Guði væri ekkert ómáttugt og að hann jafnvel gæti reist frá dauðum (Hebr. II, 19). Önnur ástæðan til þess að deila er um upprisuna, er eins og drepið hefir verið á framar í greininni, að kenningar eru mjög útbreiddar innan kristindómsins (sem alls ekki eru bygðar á Ritningunni), sem gera það að verkum, að upprisan virðist þá að miklu leyti óþörf og lítt skiljanleg. Sá, sem rannsakar Ritninguna og trúir þvl sem hann les, mun t. d. ekki kannast við, að hinir dauðu sé annaðhvort i himninum eða í hegningarstaðnum. En sú kenning hefir mesta þoku lagt yfir sannleika upp- risukenningarinnar. Hinn réttláti Abel dó fyrir mörgum þús. ára. Ef hann væri hjá Guði f sælu, hversvegna þyrfti hann þá að rfsa upp aftur? Sömu spurningar gæti maður spurt gagnvart Nóa, Abraham, Daníel, Páli, Jóhannesi og öllum þeim mörgu miljónum, sem dáið hafa i hinni sáluhjálplegu trú á fyrirheitin f Jesú Kristi. Alt, sem menn gætu stungið upp á, sem ástæðu fyrir aftur-upprisu, hlýtur að vera algerlega þýðingarlaust. Biblfan kennir ekkert um millibilsástand, sem ætti að vera hálfgert frelsi eða hálfgerð vansæla sem hinir dauðu komi svo úr og verði þá í algerðri sælu eða vansælu. Pað eru aðeins mannahugmyndir, sem ekki eiga að hafa neitt gildi í augum kristinna manna, heldur aðeins orð Guðs. Kenningin um upprisuna, er einhver fegursti og þýðingarmesti þátturinn i fagn- aðarerindinu. Grípum hana með trúarinnar augum, og keppum eftir fullvissunni að við einnig munum rfsa upp til þess að taka á móti Frelsaranum er hann kemur f skýjum himins. Pað orð er satt: þvi að ef við höfum dáið með honum, þá mun- um vér og lifa með honum. (2. Tím. 2, 11). E. A. Hversvegna bauð Guð manninum að hvilast einn dag í hverri viku. Eftir J. C. Stevens. Vér skulum gera grein fyrir þessu atriði með þvi að svara eftirfarandi spurningum: Hver setti hvildardaginn? Hvenær varð hann til? Til hvers var hann settur? Til handa hverjum var hann boðinn? Hvernig varð hann til? Hve lengi mun hann verða haldinn? Tökum þá fyrst fyrir spurninguna: Hver setti hvildardaginn? Eftir þvi sem Heilög ritning heldur fram, er það mjög augljóst að Guð Faðir og Sonurinn samstörfuðu að þvf, að skapa þessa jörð og alla hluti er á henni finnast, og þaö þóknaðist Fööurnum að láta Soninn framkvæma verkiö persónulega. Við lesum f Efesus- bréfinu 3, 9.: »að upplýsa alla um það, hver verið hafi tilgangurinu með þessum leyndardómi, sem frá eilifð hefir verið hulinn í Guði, sem alt hefir skapað«. Og i Hebr. 1, 1.—2. er sagl, að það hafi verið Sonurinn, sem framkvæmdi sköpunina: »Eftir að Guð hafði oftsinnis talað til feðr- anna og með mörgu móti fyrir munn spámannanna, hefir hann i lok þessara daga til vor taiað fyrir Soninn, sem hann setti erfingja allra hluta, og hann lika hefir gert heimana fyrir«. Petta tekur Páll post-

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.