Ljósvakinn - 01.01.1928, Síða 19

Ljósvakinn - 01.01.1928, Síða 19
LJÓSVAKINN 19 uli einnig fram í Kol. 1, 14.—28. Guð- spjallamaðurinn Jóhannes talar einnig um Jesúm sem Orðið, sem hafi framleitt alt, sem til hefir orðið (Jóh. 1, 1.—3.). Með þetta í huga, munum við betur skilja það, sem stendur í 1. Mós. 1, 26 : Og Guð sagði: Vér viljum gera menn eftir vorri mynd. Það er þá augljóst að fleiri en einn slarfaði að sköpunarverkinu. Bæði Faðirinn og Sonurinn tóku þátt í þessu verki, en allir aðrir hlutir voru skapaðir af (fyrir) Syninum. Hann var sá, sem framkvæmdi verkið. En sá sem hvfldist á hinum sjöunda degi var sá, sem fram- kvæmdi verkið, og það var þá Sonur Guðs. Og sá, sem hvíldist á þessum degi, var sá sami, sem einnig bless- aði hann og helgaði. Sonur Guðs var í Guðs mynd. (Fil. 2, 5,-7.). Til þess að geta verið endurlausn- ari og frelsari mann- kynsins var nauðsynlegt að hann legði hina guðdómlegu mynd til hliðar og tæki á sig mannsmynd — hann varð mönnum likur (7. v.). Hann gerðist oss líkur í öllu útliti. (Hebr. 2, 14.—17.) Þannig niðurlægði hann sig, og þegar hann kom til jarðarinnar, lifði hann í holdi eins og menn gera, hélt hvíldardaginn og lýsti þvi yfir, að hann væri herra hvíldardagsins (Mark. 2, 27.—28.). En hversvegna? Eðlilega af þvi, að það var hann, sem hafði sett hvíldardaginn í upphafi. Hvfldardagurinn er sá dagur, sem Drottinn vor hefir helgað sér alger- lega sbr. Opinb. 1, 10. (sbr. á helgum degi mínum — hinn helga dag Drottins. Jes. 58, 13.). Hvenær varð hvíldardagurinn til? Hann varð til við endi sköpunarvikunnar. Það voru 6 virkir dagar í röð og svo kom hvíldardagurinn. Þessir sjö dagar var sköpunarvikan (öll). Vikan eins og við höfum hana er komin alla leið frá sköp- uninni. Eins og kunnugt er, eru það margir, sem ekki trúa sköpunarsögunni eins og hún er sett fram i Biblfunni, og sumir láta það i ljósi að þessir sjö dagar hafi verið sjö löng tímabil. En það er alger- lega i gagnstöðu við bæöi Gamla og Nýja testamentið. 25 öldum eftir sköpunina skrifaði Guð hvíldardagsboðið eins og það er i hinum tíu boðorðum Guðs, og þar býður hann þjóð sinni að minnast hvild- ardagsins og að vinna að eins i sex daga af viku hverri. Ef þeir dagar, sem Gyðingar höfðu við Sínaí voru ekki sama eðlis og þeir dagar, sem sköpunarvikan hafði, væri ekki samræmi í né takandi mark á því er Guð talaði er hann sagði: Sex daga skaltu erfiða og vinna alt þitt verk . . . því á sex dögum gerði Drottinn himinn og jörð, hafið og alt sem i þeim er (2. Mos. 20, 9.—11.). Ef þessir dagar eru ekki 24 tfmar hver, hversvegna skip- aði þá Drottinn þeim að vinna 6 slíka daga, af þvi að hann hafi unnið i sex tímabil(I) skulum segja 10 milj. ár eins

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.