Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 20

Ljósvakinn - 01.01.1928, Blaðsíða 20
20 LJÓSVAKINN og margir hinir svokölluðu vísindamenn staðhæfa um sköpunardagana! og hvaða meining var þá að bjóða fólkinu að h'víl- ast í 24 tíma (eins og dagurinn var við Sínai) af því að skapaiinn hefði hvilst tímabil sem hefði verið 10 milj.(?) ár. Slíkar staðhæfingar eru alt of langt frá nokkurri sanngirni og skynsamlegri yfir- vegun, að hægt sé að taka þær alvarlega. Var Adam 15 miljón áragamall?? Ennfremur: Ef þessir dagar voru svo löng tímabil, verður heldur ekki neitt vit í því, sem sagt er í 1. Mós. 5, 5., um aldur Adams: Og allir dagar Adams, sem hann lifði voru 930 ár, og hann dó. Eftir frásögu Ritningarinnar var Adam skapaður á hinum sjötta degi (1. Mós. 1, 26., 27., 31.). Við skulum nú hugsa okkur að hann hafi t. d. verið skapaður um miðjan dag- inn. Hafi dagar þessir verið 10 miljón ár, þá mundi hann hafa við lok hins sjötta dags verið oröinn 5 miljón ára, og við endir hins sjöunda dags, eða enda sköp- unarvikunnar, orðinn þá: 15 miljón ára gamalll Sem kunnugt er lifði Adam lengi eftir að sköpunarvikan var útrunnin, og þó segir Ritningin að allir dagar hans hafi verið 930 ár. Kristur staðfestir sköpunarsöguna eins og hún er fram sett í Ritningunni, og það er nóg hverjum þeim er trúir annars á Krist og Biblíuna; því eins og við höfum sýnt fram á, var það hann er framkvæmdi sköpunina. Hann sagði, hafið þið ekki lesið, að skaparinn frá upphafi skapaði þau mann og konu. (Matt. 19, 4.). Og um hvíldardaginn sagði hann: Hvild- ardagurinn varð til mannsins vegna, og eigi maðurinn vegna hvíldardags- ins (Mark. 2, 27.). Hér bendir hann oss á sköpun mannsins og hinn fyrsta hvíldardag, eins og við lesum um það hvortveggja í 1. Mósebók. I*á varð hvíldardag- urinn til. Hann hefir verið til frá upphafi. Hann er hvíldardagurinn, sem varð til í Eden. Hvildardagurinn á að minna oss á Guð. Til hvers var hvíldardagurinn settur? í sálmunum lesum við: Hann (Drottinn) hefir lálið dásemdarverka sinna minst verða (Sálm. 111,4.). Hvíldardagurinn var til minningar (settur) um verk skaparans til blessunar mannkyninu. Hvíldardagur- inn var settur til þess að minnast skap- arans um leið og menn mintust dagsins. Það var ætlun Guðs í byrjun, að hvildar- dagurinn yrði nranninum feginsdagur og öllum skepnum hans (sjá Jes. 58, 13. 14.). Vegna hvers var hvíldardagshald boðið?

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.