Kennarinn - 01.04.1905, Page 4
28
KENNAftlNN
landstjórans, Pontíusar Pílatus. Fyrir honum er hann ákæröur og
mörgu logið upp á hann. En þegar Pílatus he'fir prófað hann, segir
hann við Gyðinga: „Eg finn enga sök hjá honum."
Fyrin Heródesi.—En þegar Pílatus heyrði, að Jesús væri frá
Galílea, sendir hann hann til Heródesar, senr réði yfir Galíleu og var
nú í Jerúsalem. Heródes og menu hans hæöast að Jesú, senr þagði
og svaraði þeim engu orði. En engin sök var fundin hjá honum og
svo er hann sendur aftur til Pílatusar.
I)œmdur til aö krossfestast.—Á páskahátiðinni var Pílatus vanur
að gefa Gyðingunr einn bandingja lausan. Ilann spyr nú fólkið,
hvern hann eigi að gefa því lausan, Jesúm eða Barrabas, ræningja
,og morðingja, sem tekinn haföi verið fastur. Hann hélt það myndi
biðja um Jesúrn. En höfðingjarnir fá það til þess að biðja uni
Barrabas. Þá spyr Pílatus, livað haun eigi að gera við Jesúm. pá
hrópa allir: „Krossfestti hann! Krossfestu hann!“ En þegar Pilatus
svo spyr, hvað hann hafi gert, æpa þeir enn þá rneir, að hann verðt
krossfestur. Og þegar hann sér, að þeir eru fastráðnir í því að láta
deyða liann, segir liatin: „Eg er saklaus af blóði þessa réttláta
manns. vSjáið þið fyrir því.“ Þá hrópuðu allir: „Komi blóð hans
yfir okkur og börn okkar.“ Þá gaf Pílatus þeim Barabas lausan, en
Jesúm lét hann liúðstrýkja og krossfesta.
KÆRU BÖRN! Tekur það ekki á ykkur að heyra um það,
hvernig farið var með Jesúm? Eg er viss um það. En á sama títna
og þið finnið til þess, hvað Jesús leið og hvað vondir mennirnir vortt.
sem fóru svona illa með hann, eigið þið að muna, að Jésús leið þetta
fyrir ykkur, fyrir ykkar syndir, til þess að frclsa ykkur. Þetta alt
á að sýna ykkur kærleika Jesú. -En það á lika að kprna ykkur td
þess að elska Jesúm og hlýða honum. Ef þið viljið ekki það, þá er-
uð þið ekki betri en þessir vondu menn. Þið viljið, þó, góðu börnin
mín, ckki vera vond við Jesúm. Nei, aldrei! Segið þið við Jesúm:
,Yið viljum elska þig og hlýða þér, Jesús minn !
Heilögf boðorð, herra, þín orka mín að græða sár;
hefir brolið syndin mín; óiiýt verk tnin, ónvt trú;
. engin bót og engin tár enginn hjálpar ttcma þú.
i .............’ ----;------ . .
ANNAN SDf ÉFTIR PASKA—y. Maj.
Hvaða sd. er í dag? Hvert er gt.ðspj.? Jesús er góði hirðirinn-
Hvar stendur það^ Jóh. 10, n—16.
Hverníg útskvra Fræðin 5. bænina? [Vér biðjum o. s. frv.] þV1
að vér erum éinkis þess maklegir, sem vér um biðjum, og höfum það
ekki verðskuldað, heldur að hann vilji oss það alt gefa af náð; þvl
að daglega syndgum vér mikið og verðskuldum einbera hegningu.
Svo viljtim vér þá og aftur á nióti fyrirgefa af hjarta og.gjarnan
gera gott þeim, er við oss misgera.