Kennarinn - 01.05.1905, Page 4
36
KENNARINN
Hver er lex. í dag? Hvaöan er hún tekin? Hver er minnist. ?
Hver lex.; sem læra á? fLex. 28 í B. St.j.
SYNDAFALUÐ.
Lex. tekin úr 1. Mós. 2. og 3. kap.
Minnist.: Lauu syndarinnar cr daudi.
Lex., sem læra á: Óhlýdni er orsök allra meina okkar.
SAGAN SÖGÐ.
Paradís.—Langt austur í Eden plantaöi guö fagran aldingarö.
IJar spruttu mörg inndæl tré. í miðjum garðinum var 1 í f s i n s
t r é og s ki 1 n i ng s-t r é ð g ó ð s og i 1 1 s. Og á rann frá
Eden, sem vökvaði garðinn.
Forbodni ávöxturinn.—í þennan garð setti guð Adam. Og átti
hann að yrkja garðinn og gæta hans. Og guð sagði við hann: „Þú
mátt eta af öllum trjánum í aldingarðinutn; en af skilningstrénu
góðs og ills máttu ekki eta. Á þeim degi, sem þú etur af því,
skaltu deyja.“
Freistingin.—Djöfullinn, sem hafði verið einn af hinum góðu
englum guðs, en. óhlýðnaðist guði og varð vondur, vildi koma
.mönnunum til þess að líkjast sér og veröa óhlýðnir og vondir. Hann
kemur inn í aldingarðinn eins og höggormur, eins og eitt af dýrun-
um, sem maðurinn átti að drotna yfir. Hann fer til Evu og segir:
„Er það satt? Hefir guð bannað ykkur að eta af trjánum í aldin-
garðinum?" Eva svaraði: „Við megum eta af öllum trjánutn,
nema skilningstrénu. Guð bannaði okkur að eta af því. Og hann
sagði: Ef þið etið af því, þá deyið þið.“ Höggormurinn segir
þá: „Þið deyið ekki, heldur veit guð, að ef þið etið af trénu, þá
opnast augu ykkar og þið verðið eins og hann og þekkið gott og
ilt.‘‘
Fallid.—Þá fer Evu að lítast vel á tréð og hana langar i ávöxt
þess. Svo tekur hún af ávextinum og etur. Og hún gefur líka
manni sínum og hann etur.
Hegningin.—Um kvöldið heyra þau rödd guðs í garðinunt,
verða hrædd og fela sig. Drottinn kallar á Adam og segir: „Hvar
e.rt þú?“ Adam svarar: „Eg heyrði rödd þína, varð hræddur og
faldi mig.“ Drottinn spyr: „Hefir þú etið af skilningstrénu?“ Ad-
am svarar: „Konan, sem þú gafst mér, gaf mér af trénu og eg át.“
t>á segir drottinn við Evu: „Hvað hefir þú gert?“ Eva svarar:
„Höggormurinn tældi mig, svo að eg át.“—Drottinn lýsir svo bölv-
an yfir böggorminum og segir við hann, að afkvæmi konunnar skuli
merja höfuð hans, en hann merja hæl þess. En við Adam og Evu
segir hann, að þjáningar og mótlæti, mæða og stríð komi yfir þau
vegna syndar þeirra
Rekin út.—Síðan rekur hann þau út úr garðinum og l^tur
engla gæta hans og verja veginti að lífsins tré.
KÆRU BÖRN! Saga þessi segir ykkur frá því, hvernig synd-