Kennarinn - 01.05.1905, Blaðsíða 8

Kennarinn - 01.05.1905, Blaðsíða 8
KENNARINN 40 hann ög hlýða, frelsast. Hann lætur alt verða þeim til góðs og þeir þurfa ckki að óttast ncitt. Guð gefi ykkur að hugsa um þetta og muna það, börnin mín. 4. v. af sálm.: „Hellubjarg og borgin mín“. fSjá síðasta bl.J HELLUBJARG OG BORGIN MÍN. („Rock of Ages“J. Hellubjarg og borgin mín, byrg þú rnig í skjóli þín ; heilsubrunnur öld og ár er þitt djúpa hjartasár; þvo mig hreinan, líknarlind, lauga mig af allri synd. Heilög boðorð,, herra, þín hefir brotið syndin mín; engiú bót og engin tár orka mín að græða sár; ónýt verk mín, ónýt trú; enginn hjálpar nema þú. Til þín, guð, með tóma hönd titrandi eg varpa önd; nakinn kem eg, klæddu mig, krankur er eg, græddu mig, óhreinn kem eg, vei, ó vei! væg mér herra, deyð mig ei! ÍÞar til æfiþrautin dvín, þar til lokast augun mín °g e& bak við sólnasól sé þinn mikla dómsins stól, hellubjarg og borgin mín, byrg þú mig í skjóli þín! 4 Þýtt af séra Matth. Joch.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.