Kennarinn - 01.09.1905, Blaðsíða 8

Kennarinn - 01.09.1905, Blaðsíða 8
72 KENNARINN. I.ew, sem læra á: Droltinn Itcgnir har&lcga harni bvi, snn 6- hlýönast forcldrum sínmn. SAGAN SÖGD. Absalou.—Enp'inn í ísrael var eins friður maSur og Absalon, sonur Davíðs. Frá livirfli til iIja sáust engin lýti á honum. Hár hans var mikið og sítt. Og hann haföi hesta og vagna. Og funtíu menn lilupu fyrir honum. Upphl-aup lians. — F,n Absalon var cigingjarn maíiur. Hann langaði til bcss að verða konungur, og horfsi ekki i aö svifta íöður sinn konungstigninni. Pess vegna safnar hann saman hcr til þ.ess að berjast á móti íöður sínum. Maður kemur til Daviðs, og segir honuni frá því, aís búið sé að gera Absalon að konungi, og að hann lcomi til Jerúsalent meö her. Þetta kemur Davíö óvat t. Hann er óundirbúinn og flýr burt frá Jerúsalem austur yfir ána Jórdan. Svo safnar hann að sér liði miklu á móti Absalon ; en segir við herfor- ingja sína áður en þeir leggja á stað i bardagann: „Farið ekki illa með unglinginn Absalon mín vegna.“ Bardagiun.—Herirnir mætast nú og það slær i niikinn bardaga. Verður her Absalons undir og flýr. Absalon fastur í trc.—Her Davíðs eltir; en þcgar Absalon sér hann koma, leggur liann á flótta. Múlasninn, sem hann ríður, hleyp- ur undir greinar á miklu eikartré. Festist þá hár Absalons um grein" arnar, svo að hann hangir þarna fastuf á hárinu; en múlasninp hleypur sína leið. Absalou drepinn. — Maður nokkur sér Absalon hanga l>arna og segir Jóab, hershöfðingja Davíðs, frá því. Þegar Jóab kemur þar að, gleymir hann því, sem Davíð hafði beðið hann, og rekur Absalon i gegn. I>á blæs hann í lúðurinn og kallar á menn sína að hætta bardaganum. F,r Absalon þá skorinn niður, honum kastað í gröf i skóginum og mikilli steinhrúgu varpað yfir hann. Sorg Davíös. — Þegar Davíð fréttir, að búið er að drepa Absa- lon, grætur hann sárt og segir: „Absalon, sonur minn ! Æ, eg vildi eg hefði dáið í þinn stað“. KÆRU IÍÖRN ! Svona hegnir guð illum og óhlýðnum börnum, eins og þið sjáið hér af sögunni um Absalon. Guð hefir látið segja ykkur söguna til þess l>ið sjáið, hvað vont er að vera óhlýðinn, og að þið lærið að vera hlýðin börn. Börnin ntín, biðjið guð aö kenna ykkur að læra það. Þið lrerið það þá. Því guð elskar ykkur og vill gera ykkur góð og hlýðin börn. J

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.