Máni - 21.02.1917, Side 8

Máni - 21.02.1917, Side 8
22 M Á N I Tilkynning1. Sökura þess að einhverjir óhlutvandir kjaftaskúmar, sem aldrei vilja frið á jörðu, hafa logið því upp og látið berast út um borgina, og jafnvel víðar, að Erfða- Ijóðaverksmiðjan okkar nafnanna væri hætt að starfa, og lokuð öllum almenningi, þá neyðumst við til að lýsa því opinberlega yfir, að þetta er sú mesta hauga- lýgi, og að verksmiðjan hefir aldrei starfað með jafn- miklu fjöri og andlegum tilþrifum, eins og nú, þrátt fyrir alla dýrtíð, sem gerir þó öllum verksmiðju- iðnaði örðugt fyrir. Jafnframt því að hrekja þessi rakalausu ósannindi, leyfum við okkur að birta eftirfarandi verðlista öllum lifandi til eftirbreytni. I. Fyrir grafskriftir með góðu mannorði: a; Yflr óþokkamenni, bófa, lygara, svikara og aðra mannhunda, 10 kr. hvert vísuorð. b. Pyrir miðlungsmenn, íábjána og þess háttar fólk, 8 kr. vísuorðið. c. Fyrir vanaða og volaða, eður alla þá, er guðs ríki eiga að erfa, 5 kr. vísuorðið. d. Fyrir gamlar vinnukonur, er aldrei hafa verið við karlmann kendar, 1 kr. vísuorðið. Um aðrar grafskriftir í flokki þessum, fer eftir því sem á stendur í hvert skifti. II. Fyrir grafskriftir almenns efnis, hálfur taxti. III. Fyrir grafskriftir þær, sem herma rétt frá viðkomanda, tökum við tímakaup — 25 aura á klst., — en við viijum vekja athygli á því, að það borgar sig síður. NB. Erfiljód við hvers manns hæfi altaf fyrirliggj- andi. Erfiljóðaverksmiðjan „Leirgerður". Virðingarf. Við Nafnarnir — báðir. Hertog'ans þættir af Hilleröd. Er hertoginn )>populær«? Hans var lauslega getið í síðasta blaði Máua, í sambandi við ferlegar sýnir hans nýverið. Mun það þá ekki hafa verið upplýst að hann á sér mikla sögu hér á landi, svo að vænta má að hann verði höfuð- persónan í þjóðsögum vorum er þær verða gefnar út á næstu öld, og ekki ólíklegt að kýmileikaskáldum þess tíma verði matur úr því. Nú hefir sem sé komið fram saga hertogans í ekki minna en 52 þáttum. Eins og allir sjá er ofurefli að birta hana alla, en nokkra úrvalsþætti mætti birta, ef alment er um það beðið, og reynir hér á, hversu „populær" hertoginn er. Að öðru leyti fær lands- skjalasafnið handritið. Fyrstu þættirnir — frá uppvaxtarárunum — eru væg- ast sagt „ekki fyrir börn“, og konur myndu lesa þá með hönd fyrir auga og milli fingra sér. Það, sem fyrst er prentandi er frá því er úr honum tognaði. Þá var hann sendur með grænsápu í dollu á eftir heimagriðkunni inn í Laugar. Hann náði henni í holtinu fyrir innan Rauðará og...............svo sá hann gálga þar niður við sjóinn og óskaði sér að verða eins langur, hengdi hann sig þar upp á eyrun- um og tognaði þá fjandi mikið á honum. Var hann síðan áþekkur gíraffa-fola með „patent“-asnaeyru. Seinna var hann lengi í förum og eru bæjarmenn ekki alls ókunnir ýmsum æfintýrum hans frá þeim tímum, sem birst hafa við og við í ýmsum vísinda- menskugreinum eins og rúsínur í blóðmörsiðri. í Lissabon sá hann fyrir heimsstyrjöldina —er hann var þar — ferlegar kanónur á torgi einu, og varð svo skelkaður, að fötin grautfúnuðu af honum. Síðar sá hann á götu hér ljósmyndavél, sem minti hann á þær í Lissabon —en stríðið kom nú samt. Hertoginn gengur með þá „fixide", að allur heim- urinn snúist um gíraflafolann — sjálfan sig, og verður þess víða vart. Þegar hann kom úr sigiingunum, saddur lífsreynslu, sendi hann þjóðinni hertogalegt „ávarp“, er það með kostum og kynjum, og mun lengi í minnum haft. En það, sem skyldi hér af hon- um sagt, og lýsir mikilmensku hans ágætlega, er það, að eitt sinn fréttist að fólksflutningaskipið „Norge“ ,hefði strandað við alþekt sker i Atlantshafi, Rocky Hill. Það sker þekti hertoginn þá ekki, og lét þá senda út þau skilaboð, að tvö skip hefði rekist á, og til þess að árétta þetta betur, fékk hann lánaða prent- svertu næsta dag, til þess að bera það út, að s.s. Rocky Hill hefði sokkið og engin mannbjörg orðið. — Hertoganum er þannig lýst, að hann gengur i kavíu, sem vanfærar konur bera, kemur þá önnur löppin fram undan kavíunni, og er það tappatogari, en hin stendur afturundan, og er það gamalt loft- skeyti, sem hann gleymdi einu sinni að senda og

x

Máni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Máni
https://timarit.is/publication/492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.