Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.07.1899, Page 3
nnmiTninimiiin
.«•• ........ i i i i
liiniiilmlitifiiTf
ítí i é 111111i1 i'ifiri i ii i)i 1111 i iTmriTi
lllilllllililililHHHilnTi'ilHTTílTKiTTIilHllllilTIilTITiiliinHÍl'
Þú, sem ert í sveit í sumar, lifðu þannig og komdu
þjer þannig, að bæði húsbændurnir og hjúin kvíði fyrir þegar
þú ferð og sjái eptir þjer og árni þjer góðs, þegar þú kveður.
Þetta er sú eina sorg, sem þú mátt vera valdur að á því heirn-
ili sem þú ert. —
Vertu trúr, r'óskur, iðitin, hlýðiim.
„ Vertu hlýðinn landslogum og bcejarregh/m!“ Þessu, sem
stóö í júníblaðinu hafa pcir gleyrnt hjer um daginn, sem höfðu
það upp úr fávíslegri stundaránægju, að baka foreldrum sfnum
fjártjón, sjálfum sjer smán, og hryggð þeim, er vilja þeim bezt.
— Blett hafa þeir sarnt ekki getað sett á fjelagið með þessu, því
þcir hafa verið aðvaraðir, en þeir hafa sýnt, að þcir eru ekki
meðal fyrirmyndardrengja þess enn, en jeg treysti því, að þeir
geti orðið það með tímanum, ef þeir taka þann fasta ásetning að
bæta sig hjer eptir.
Þið eldri drengir! Þið berið ábyrgð á öllu því, sem þið
látið smádrengina sjá til ykkar. Gætið að því, að enginn afvega-
leiðist fyrir ykkar dæmi. Vandið um \ ið þá sem óverðuglega
breyta, en strfðið engum á eptir, þótt hann hafi hent eitthvert
glappaskot. Það er óverðugt góðum dreng. —
Gaman
hafa sumjr af þvf að horfa á drykkjulæti og gauragang á göt-
unnm. Það finnst mjer ljótt og sorglegt að sjá.
Hollari og betri skemmtun gætuð þið, drengir, liaft af því að
taka ykkur á sunnudögum skemmtigöngu tveir cða þrír saman
út í náttúrunni og reyna hver gæti þekkt flest íslenzk
blóm. Þegar þið svo finduð eitthvert blóm sem þið ekki þekkt-
uð, gætuð þið tekið það upp með rótum og sýnt ykkur fróðari
mönnum. — Þið gætuð lfka safnað fallegum steinum eða ein-
hverju þessh’áttar. Slíkt væri þarflegt og skemmtilegt og bærj
meiri ávöxt en að ólátast eins og fífl á götunum.
Ut um glugga sá jeg hjer um daginn dreng sem tók poka,
all þungan að sjá, áf gamalli konu og bar hann langan spöl
fyrir hana.
Það þótti mjer fallegt að sjá!
Frá fjelaginu.
Nú eru margir af vinunum komnir út um sveitirnar til að
lcita atvinnu sinnar, um leið og vjer allir sem eptir erum ósk-
urn að þeim gangi sem bezt, biðjum vjer að þcir megi alls stað-
ar haga sjer þannig að fjelagið hafi sóma af þeim og fái gott
orð út um sveitirnar, þar eð það getur haft mikla þýðingu fyrir
atvinnuútvegum næsta ár. —
Bókasafn vort er smám saman af stækka og getur orðið
oss að rniklu liði í vetur þótt oss vanti enn margar bækur. —
þeir sem vildu st)’rkja fjelagið á þenna hátt, eru beðnir að
koma bókagjöfum sínum lil heimilis fjelagsins í Grjótagötu 12.
Islendingasögur og þess háttar bækur eru oss mjög kærkomnar.