Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.01.1900, Qupperneq 2

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.01.1900, Qupperneq 2
2 MÁNAÐARTÍÐINDI. II. ÁRG. Nýárs kveðja biaðsins. Náð og friður frá drottni vorum Jesú Kristi sje með yður öllum, ungu lesendur þessa blaðs og yður þjer eldri, sem viljið lesa það sem jeg hef að frambera fyrir unglingana, enda þótt fátt sje það og tátæklegt. Gledilegt ný]ár i Drottins nafni. Fyrst og fremst vil jeg óska yður þess, vinir og fjelagar í öllum deild- um þessa fjelags, og biðja yður að fagna vel þessutn vini yðar sem jeg nú sendi út nokkuð stærri en hann var í fyrra. Hann vill reyna að vera yður góður ráðgjafi, og hollur áminn- ari' og íræðari í því sem er gott og fagurt. En allt sem hann segir og frarn flytur, mun a)lt miða 1 áttina til hans, semleið fyrir oss, og mætti oss auðnast að sýna yður einn geisla af hans dýrð og kær- letka, væri oss það hin mesta gleði. Svo byrjar þetta blað þá ársgöngu sína í Jesú nafni. Guð gefi að það geti orðið oss til blessunar og gleði. Fr. Fr. ----------- Sálmur. (Eptir N. F. S. Grundtvig-J. Litla guðs barn! hvað amar að ? Allt veit þinn faðir á himnum það! Hann er svo ríkur, hjálpar æ, Hans er allt vald um lönd og sæ. Ó Guð’ sje lof! Fæði og klæði, hús og hlje, Hann lætur allt það fús í tje. Orð hans er viðhald anda þíns, Eiga börn heima’ að föður síns. Ó Guð’ sje lof! Fuglinn syngur í mörk og mó Morgunstund jafnt sem kvölds í ró, Sefur eins blítt á svölum stein Sem undir þaki’ á laufgri grein. Ó Guð’ sje lof! Fagurt er blómið, friðað vel, Fegurst i urð, á köldum mel, Mælist þó ei við urtir smá, Uppi sem vaxa guði hjá Ó Guð’ sje lof! Litla guðs barn, í heimi hjer Haltu til guðs, þíns föður, þjer, Trúðu á hans kraft og kærleiksgnótt, Kvíðinn ei sjert, og blunda rótt. Ó Guð’ sje lof! (Þýtt hefur l'r. Fr.) Gleði. Ungi maður og unga stúlka! Hvað veldur gleði þinni? Hvf er bros á vörum þínum og bjarmi í augum þjer? Er það hin rjetta gleði, sem eingin sorg getur bug- að eða er það gleði yfir einhverj- um hjegómanum, sem hjaðnar strax í fyrsta andkuli mótgangs- ins? Komdu með mjer, jeg skal sýna þjer sanna gleði. Nú heldur þú að jeg muni fara með þig inn á eitthvert hamingjuheimilið, þar sem auður og velgengni á heima, eða inn í hátíðasalinn, þar sem glaumur er og glatt á hjalla, eða inn í skrauthýsið þar sem keisar- inn situr í mikilleik veldis síns, og bendir með hendinni, og boði hans er hlýtt. Nei. Þá heldur

x

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags
https://timarit.is/publication/493

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.