Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.04.1900, Blaðsíða 2

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.04.1900, Blaðsíða 2
2Ó mánaðartíðindi JL Pjetur Waage. Einn á fætur öðrum eru þeir að falla,hinir góðu gömlu byrjendur og verkamenn á æskuakri kirkjunnar. Hinn heimsfrægi prjedikari D. L. Moody, sem var óþreytandi að vinna fyrir fjelagsskap vorum í Ameríku, hinn þýzki biskup Karl Krummacher, margra ára forvígismaður fjelagsmál- •efnisins á Þýzkalandi, báðir hafa þess- ir miklu vinir hinna ungu í vetur fengið að leggja niður göngustaf sinn, og ganga inn í fögnuð herra síns' — Með síðasta pósti barzt hingað og fregnin um, að bræðraland vort Nor- •egur hafi 13. jan. þ. á. misst einn sinn bezta mann Professor P. Waage. Útdrátt úr æfiminningu hans í svensku »Förbundstidningen« setjum vjer hjer. Pjetur Waage fæddist 29. júní 1833 í Flekkufirði. Faðir hans var skip- stjóri og skipsútgjörðamaður. Snemma sýndi hann, að mikið bjó í honum, og læs var hann orðinn 4 ára. Hann gekk á latínuskóla í Rjörgvin og tók próf þaðan með bezta vitnisburði. Hann lagði svo-á háskólanum stund á læknisfræði fyrst, en við það vakn- aði löngun hans eptir að læra jarð- fræði og efnafræði, og lagði fyrirsig það nám. — Þegar í æsku var hon- um mjög sýnt um að tileinka sjer það, sem hann lærði og fræða svo aðra, einkum unglinga, um þau efni, og opt fór hann á stúdentsárum sínum með flokk drengja út til að vekja ept- irtekt þeirra á náttúrunni. Árið 1860 vann hann heiðurspening úrgulli fyr- ir efnafræðislega ritgjörð og tók sjer II. ÁRG. svo ferð til Parísar að fullkoma nám sitt. Þar komst hann fyrst í kynni við »kristilegt fjelag ungra manna«, og fjekk kærleika til þess fjelagsskap- ar, og enn betur sá hann, hve bless- unarríkt starf það var við námsdvöl sína í Berlín. Þegar hann svo varð kennari við háskólann í Kristiania, fór hann að gefa sig við fjelagsstarf- inu sem ráðanautur og samverkamað- ur hins ágæta prests," Pjeturs Hær- ems, stofnara fjelagsins 1 Noregi. Ár- ið 1878 fór Hærem frá Kristianiu, og lagði þá fjelagsmálefnið þar í hend- ur Pjeturs Waage, og í betri hend- ur gat það eigi komið. Síðan hefur hann ætíð staðið fremstur allra norð- manna í starfinu, aldrei fjellust hon- um hendur, þótt opt væri erfitt. Hin lifandi trú hans, borin fram af inni- legum kærleika, dróg hina ungu að honum; allirsemtil hans komu, fundu að þeir voru komnir til föðurlegs vin- ar, sem í orði og verki reyndi að hjálpa og styðja. Þótt hann sem vísindamaður hefði getið sjer lofsam- legt natn meðal vísindamanna Evropu, var öll framganga hans svo einföld og óbrotin, svo gagnsýrð af kristi- legri hógværð, að jafnvel hinn lítil- fjörlegasti meðbróðir var ófeiminn að tala við hann. Störfum hans og þreki var það að þakka, að fjelagið fjekk sitt eigið hús 1885 1 Möllergade nr. 1. þar sem áður hafði verið illa ræmt leikhús. Þetta var vtst fyrsta bygg- ing, sem fjelagið eignaðist á Norður- löndum. Þegar »hið norskakristilegaunglinga- samband« var stofnað, 1880, varð hann formaður þess, og var það síð- an, þangað til hann dó. Þegar »sam- bandið« var stofnað voru aðeins 12

x

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags
https://timarit.is/publication/493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.