Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.06.1900, Page 2
42
MÁNAÐARTÍÐINDI.
II. ÁRG.
Biblíulestur.
Jeg þekkti einu sinni lítinn dreng,
sem átti sjer biblíu, og hve nær sem
hann gat, greip hann hana og las í
henni. Blöðin urðu að vísu óhrein
og sum þeirra losnuðu, en innihald-
ið festist æ því meir í hug hans og
hjarta, og margar ánægjustundir í líf-
inu hefur þessi drengur haft af því,
sem hann las þá, og ekkert hefur
orðið honum að meira gagni í lífinu.
Hann hefur komizt að raun um að
„gt/ðs 01 d er kraptur guds til sdluhjdlp-
ar sjerhverjum sem trúir", að „guðs
orð er lampi fóta minna ogljós d veg-
um mtnum“. Lestu biblíuna þínaeða
nýjatestamentið? Kæri vinur, gjördu
pað svo opt sem pú getui. Til þess að
þú munir betur eptir þessu, ætla jeg
að segja þjer eptirfylgjandi sögukorn,
sem jeg hef lesið í dönsku blaði:
»Fyrir hjer um bil fimmtíu árum
síðan ferðaðist ungur maður nokkur,
Brown að nafni, um England til þess
að útbýta biblíum, testamentum og
öðrum kristilegum smáritum, fyrir
brezka biblíufjelagið. Fjelagið ætlað-
ist til að hann skyldi selja þessar
bækur fyrír lágt verð, en þegar hann
mætti mönnum sem ekki hefðu ráð
á að kaupa, hafði hann leyfi til að
gefa þeim eitthvað af bókunum. Einn
heitan sumardag var hann á ferð
norðarlega í New Hampshire. Sá
hann þá álengdar lítinn fátæklega bú-
inn dreng koma gangandi. »Aummgja
drengurinn, skelfing er hann aumur
og tötralegur«, hugsaði Brown með
sjer, »hann hefur víst aldrei gengið
á skóla, og kann því ekki að lesa
eða skrifa, hann hefur víst ekki ráð'
á að kaupa sjer biblíu, en jeg ætla
nú að tala við hann og spyrjast fyr-
ir um sveitina hjerna«. Drengurinn
kom nú nær og Brown stöðvaði hest
sinn og kastaði vingjarnlega kveðju á
dienginn. »Góðan daginn, herraminn!
svaraði hann. Þeir tóku nú tal sam-
an og brátt komst biblíusalinn að þvf,
að drengurinn hafði gengið í skóla og
var vel læs. »Þú átt víst ekkert testa-
menti?« spurði Bown. Sem svarupp
á þetta stakk drengurinn hendinni
niður í vasann á rifnu treyjunni sinni
og dróg upp slítið oggamallegt testa-
menti, og sýndi honum. Brown varð
glaður við, þvf á þeim tfmum var
það sjaldgæft að menn bæru guðs
orð á sjer, og ijet undrun sína í ljósi
yfir þessu. Drengurinn sagði: »Mjer
þykir svo vænt um þessa bók, sem
jeg hef erft eptir móður mína sálugu.
Jeg les á hverjum degi minnsta kosti
einn kapítula í henni; en hún er nú
nær því upp slitin«. »Fyrst móðir
þín hefur átt hana, býzt jeg við að
þú viljir ekki hafa skipti á henni og
annari nýrri ? spurði Brown.
»JÚ, það held jegþó«, sagði dreng-
urinn eptir litla umhugsun, »en jeg
hef ekkert að gefa á milli. Bókin
mín verður brátt ónýt, því blöðin
eru farinn að detta upp úr«. »Ef þú
í raun og veru vilt heldur fá nýja
bók«, sagði Brown, »þá láttu mig
hafa þína til endurminningar, og þá
skaltu fá annað testamenti í staðinn
og þar að auki biblíu til þess að lesa
í á sunnudögum«. Litli, fátæki dreng-
urinn var frá sjer numin af gleði og
þakklæti, en Brown sagði yið sjálfan
sig um leið oghann fór: »Þessi dreng-
ur byrjar líf sitt á rjettan hátt, úr
honum getur orðið góður kristinn
maður*. —