Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.06.1909, Blaðsíða 8

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.06.1909, Blaðsíða 8
48 MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. I. ÁRG. vígja allt líf sitl honum. Gjörðu það, þá muntu verða sæll og glaður. Hiim glataði son. Kom lieim, kom heim! Leiðin þreytandi þjer Upp í pokunni er Yfir firnindis-lijarn, (), frávilta barn! Kom heim, ó, kom heim! Kom heim, kom lieim! Pað cr vakað í bæn, Pað er vonað í bæn Unz að dimmir í geim. (), dauðþreytla l)arn! Kom heim, ó, kom heim! Kom heim, kom heim! Meim úr lamandi þraut. Heixn af lastanna braut. Flý þú freistninnar lijarn, Ó. fáráða barri! Kom lieim, ó, kom heim! Kom heim. kom heim! Heim í lausnarans faðm, Heim í lóðursins faðm, Við hans lijarta þig geym, Ó, harmþrungna barn! Kom lieim, ó, kom heim! B. J. þýddi. Guðs orð til íhugunar úr 1. sálmi Davíðs. 1. Sœll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna, og ei situr í hóp háðgjarnra, 2. heldur hefur yncli af lögmáli Jahve og luigleiðir lögmál lians dag og nólt. 3. Hann er sem trje, gróðursell hjá vatnslækjum, er ber á- vöxt sinn á rjettum tíma, og blöð þess visna ekki og allt, er hann gjörir, lánast honum. F j e 1 a gi ð. Eptir 14. Maí byrjar dreiíing í fjelagslífinu. Fundir taka að vera ver sóttir, því ýmsir eru komnir úr bænum eða í brautbúnaði, og góð kvöldveður di-aga einnig úr fund- arsóknum. Samt höfum vjer haft ágætar kvöldstundir saman i Maí mánuði; má sjerstaklega nefna þann fyrirtaks skemmtilega fyrirlestur um Ilelien Keller; sú kona hefir bæði verið blind, heyrnarlaus og mállaus síðan hún var 19 mánaða gömul, cn þó varð henni kennt svo að hún er orðin kandidat og heflr lært mörg tungumál, þar á meðal latínu. Nokkrar bækur heflr liún jxegar samið. I3að var átakanlegt að heyra um æsku-ár hennar og þá baráttu sem því fylgdi að komast svo lil mennta. Fyrirlesturinn lijclt leklor Jón Ileigason með snilld og fjöri eins og lionum er lagið. í Unglingadeildinui fengum vjer líka ágætan fyrirlestur um álirif vínanda, tóbaks, kafíi o. s. frv. á líkamann. Pað erindi iijell Árni Árnason nemandi á læknaskólanum. í Maí er vant að loka bókasafn- inu og tekur það svo til starfaaptur í Septembei’. Frá Janúar til Maíloka liafa verið lánuð út 1183 bindi. Ábyrgðarmnður: sira Fr. l'rtöriksson. Prenlsmiöjan Gulenberg.

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.