Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.12.1909, Blaðsíða 10

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.12.1909, Blaðsíða 10
98 MANAÐARBLAÐ K. F. U. M I. ARG. Krossferð Uppsala-stúdentanna. í nóvember 1908 ákvað hið kristilega stúdentaQelag í Upp- sölum í Svíþjóð, að senda þá af meðlimum sínum, er viljugir væru til þess, tvo og tvo saman, lil þess að tala við æskulýðinn víðs vegar um landið um stær- stu spursmál lífsins, Krist og kirkju hans. Þessi ákvörðun varj ekki ávöxturinn af skyndi- legri hrifningu, heldur af rnilc- illi umhugsun og alvöru. Er þetta hafði verið auglýst í hlöðunum, streymdu til fjelags- ins beiðnir úr ílestum sveilum landsins um, að þær fengju að njóta góðs af þessu, og fengju heimsókn af þessum krossfar- endum. Þeir urðu 40 er huðu sig fram og var það meir en menn höl'ðu gjört sjer vonir um. Það var merkilegt að lesa öll þau brjef, sem komu frá ýms- um stöðum, þau vitnuðu um vakinn áhuga og lifandi löngun eftir meira lífl. Veturinn 1908—9 notuðu stú- dentarnir lii þess að húa sig undir krossferðina. Fjórtánda hvern dag komu þeir saman til þess að ræða um alt það, er laul að ferðunum og biðja saman og tala um þau efni, sem vera ælti í ræðum og fyrirlestrum þeirra á leiðinni. Orðtakið var þetta: »Svíalýður, guðs lýður!« Áður en lagt var af stað, voru þeir allir til altaris í »Þrenningar- kirkjunni«, og á uppstigningar- dag var svo ferðin byrjuð með guðsþjónustu í dómkirkjunni. — Ferðirnar stóðu yfir í 2—3 vikur. í allt voru haldnar yfir 300 samkomur í ýmsum sveit- um. Samkomurnar voru haldnar bæði í kirkjum og bænahúsum, leikvöllum o. s. frv. Opt voru samtöl höfð á eptir ræðunum. Gleðilegt var að sjá, hve stór skari af æskumönnum sótti sam- komurnar. Áhugi var mikill og ríkuleg samskot voru gefin, svo lalsvert íje varð afgangs l'erða- kostnaðinum, var það lagt í sjóð til næsta árs. — Allstaðar var tekið með virtun móli krossfarendunum og þeir boðnir velkomnir i annað sinn. í »Exéelior«, krislilega stúd- enta blaðið, skrifar einn af þess- um háskólamönnum: Hvort heimsóknir vorar hafa liaft varanleg áhrif, vitum vjer enn þá ekki. En að vjer sjálfir liöfum á krossferð vorri fengið óumræðilega blessun, það kemur oss öllum saman um og erum þakklátir fyrir. Og vor bæn til guðs er nú sú, að liann vilji blessa það starf, sem vjer höfum gjört, og gefa oss stöðugt nýjan krapt lil þess að ganga þá vegi, er hann vísar oss á. (Úr „Den unges Ven“)

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.