Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.12.1909, Blaðsíða 13

Mánaðarblað K.F.U.M. - 01.12.1909, Blaðsíða 13
I. ARG. 101 MANAÐARBLAÐ K. F. U. M. unum, því eins og kunnugt er, er annar í jólum sjerslaklega helgaður minningunni um dauða Slefáns, hins fyrst?. píslarvotts. — Vér viljum þvi samfagna hinum góða, aldurhnigna yfir- liirði kirkju vorrar með þá jóla- gleði, að liann hefur nú fengið að koma heim, i staðinn fyrir þjáningarnar, sem hann varð að þola síðustu ár sin hjer. — Það mætti skrifa margt um hann, hvílíkt prúðmenni hann var í allri framgöngu, livílíkur heimilsfaðir, og um alla Ijúf- mennsku lians, og virðingarvert líf, því þar verður ekki ofsög- um sagt frá. — Margt mælti og segja um hlýindi lians í garð K. F. U. M. fleira en það sem hjer að framan er sagt, þvi að hann var og reyndist sannur vinur vor og gladdist yfir því, er vel gekk. Menjar lians höf- um vjer beztar á fundum vor- um, er vjer lesum i biblíunni vorri nýju, því það að vjer höf- um fengið svo vandaða og góða biblíu-þýðingu var lang mest honum að þakka. Inn í það lagði liann mikið starl' og áhuga um mörg ár. Ein æfisaga. »Nei, þetta er rösklegur dreng- ur!« sögðu allir, sem sáu Olaf Benlsson. Og það var vist; hann var röskari en flestir aðrir piltar á lians aldri. En það var ekki það einasta, því til eru margir röskir unglingar, sem ekki hafa andlegan krapt í sjer. En Olafur var sjerstakur í sinni röð. Jeg tek ekki of djúpt í árinni þótt jeg segi, að jeg hef sjaldan eða aldrei þekkt ungling eins vel gefinn eins og hann var. Hann sýndist skapaður fyrir líf- ið; hann liafði hin beztu skil- j'rði til að standast með sóma í baráttunni fyrir lífinu. En æfi lians varð stutl, en merkileg og lærdómsrík. Og því fær hún rúm hjerna, og sagan er alveg sönn og rjett frá upphafi lil enda. Ólafur var einka son foreldra sinna, er bjuggu í Kristjaniu. Hann var búinn að taka með sóma miðskóla- og real-próf og svo var lionum boðin staða við stærstu pappírsverzlun í Kristjan- íu. Foreldrar lians vonuðu að hann mundi taka þeim kosti, en Ólafur tók honum ekki. Hugur hans beindist að allt öðru. Hann langaði lil þess að komast í siglingar, Svo fór hann að ganga á skóla til þess að læra aílvjelafræði og tók þar hinum bezíu framförum. Það kom brátt í Ijós að hann var hreinasti snillingur á því svæði. í frístundum sínum vann hann á ofurlitlu verkstæði er hann hafði útbúið sjer heima,

x

Mánaðarblað K.F.U.M.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M.
https://timarit.is/publication/494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.