Ný kristileg smárit - 01.02.1893, Síða 3

Ný kristileg smárit - 01.02.1893, Síða 3
3 Jesús gæti hjálpað mjer og frelsað mig frá öllum mínum syndum, eða hvað?« — »Jú«, mælti kristni- boðinn, »jeg hefði sagt það engu að síður og jeg endurtek það mi: Jesús getur frelsað yður frá öllum yðar syndum«. Yesalings kínverjinn var frá sjer numinn. fjetta var með öllu ótrúlegt. Og þó fannst honum svo mikið til um þessa hugsun og þótti hún svo dýr- mæt: að hann ætti frelsara. Hugsandi fór hann leiðar sinnar, en kom daginn eptir heim til kristni- boðans, til að heyra kenningu hans um frelsarann, og hreyfa þeim mótmælum móti henni, sem hugur hans bjó yfir. jpannig kom hann Iangan tíma dag eptir dag. Loks kom hann einn dag með miklum gleðisvip og hrópaði upp með mesta fögnuði, óðar eu hann sá kristniboðaun: »Nú veit jeg það, nú veit jeg það; jeg veit, að Jesús getur frelsað mig af öllum syndum mínum, því hann hefir þegar gjört það«. Með Jesú hjálp sigraðist hann á sínu fyrra synd- samlega líferni, svo að hann gat sagt: »Mig lang- ar alls ekki lengur í ópíum; mig langar ekki til neins af hinu illa, sem jeg áður framdi; en til eins langar mig nú: til að ferðast heim til ættstöðva minna og boða öllum lýð í Hok-Ghiang, að Jesús geti frelsað þá frá öllum syndum þeirra«. — Vinir hans löttu hann fararinnar og sögðu: »Viljir þú boða hina nýju kenningu, þá vertu kyrr og flyt hana hjer, þar sem þjer er óhætt; en farir þú þangað, verður þú barinn og ef til vill drepinn«. En hánn svaraði þeim: »Nei, jeg verð að fara til

x

Ný kristileg smárit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.