Ný kristileg smárit - 01.02.1893, Blaðsíða 4

Ný kristileg smárit - 01.02.1893, Blaðsíða 4
4 Hok-Chiang. Fólkið þar þarfnast fagnaðarerindis- ins, og það er mitt fólk«. Síðan rjeðst hann til fararinnar. Hann hafði engan djúpsettan lærdóm upp á að hjóða, en hann hafði Guðs orð á vörum sínum og gat vitnað um það, sem hann hafði komizt að raun um í hjarta sínu. Sumstaðar var hann grýttur, á öðrum stað urpu menn saur á hann og fieira þessu líkt; en eigi ljet hann það á sjer festa, heldur hjelt ferð- um sínum áfram, til að flytja hinn mikla fagnað- arboðskap, og margir veittu orðum hans eptirtekt. Eigi leið á löngu, unz óvinir hans í Ilok-Chiang festu höndur á honum og leiddu hann fyrir dómar- ann. Á hann voru boruar ósaunar sakargiptir, studdar af ljúgvottum, en hinn lieiðni dóinari tók það allt gott og gilt, og dæmdi hann til að þola 2000 högg. Hinum harðýðgislega dómi var fullnægt með bambusviði á bert bakið, og að því búnu var hann borinn á kristniboðsstöðina nær dauða en lífi. Sagði læknirinn, að hann hefði aldrei sjeð neinum manni svo freklega misþyrmt og taldi hann manninn því nær af. Kristniböðinn skund- aði til hans, og var á leiðinni að velta fyrir sjer, hvert huggunarríkast orð hann gæti fundið í ritn- ingunni, til að ávarpa hann með. — En brosandi tók hann á móti kristniboðanum, varð fyrri til máls og sagði: »Kennari, þessi vesalings líkami tekur nú út miklar þjáningar, en sæll friður býr í hjarta mjer. Jesús er hjá mjer. Vora má, að hann ætli að taka mig heim til himins, og tek jeg því með gleði*. — Kjett á eptir bráði nokkuð af lion- um, nýtt fjör færðist um hann, hann leitaðist við

x

Ný kristileg smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.