Ný kristileg smárit - 01.02.1893, Page 5

Ný kristileg smárit - 01.02.1893, Page 5
ð að rísa upp í rúminu og sagði: »En komist jeg aptur á fætur, má jeg þá ekki fara aptur til Holc- Chiang U Hann var lengi að ná sjer, en óðara en hann var ferðafær, hjeldu honum engin bönd; hann hvarf aptur til ættstöðva sinna, og prjedikaði með slík- um krapti fyrir þeim mönnum, sem höfðu valdið hörmungum hans, að nokkrir þeirra snerust til Drottins. þannig hjelt hann áfram í 14 ár að vitna um frelsara siun. Hann hlaut prestvígslu 1869 og gætti þess starfa, sem honum var fenginn, með óþreytandi samvizkusemi og trúmennsku. Sjö ár- um síðar lagðist hann sjúkur; og eptir að lækn- arnir höfðu talið hann af, safnaði hann hinum kristnu í kring um sæng sína og ræddi við þá um kærleika Jesú og vald hans til að frelsa frá synd- um. Sama daginn, sem hann andaðist, 19, maí 1877, söng hann fyrst sáhnvers, sem var uppáhald hans, litaðist þvínæst um í hóp ástvina sinna með ástúðlegu augnaráði, lýsti að skilnaði blessun sinni yfir þeim og burtkallaðist því næst friðsamlega. Hann Ijet eptir sig mörg hundrnð kristnaðra heið- ingja, þar á meðal eigi allfáa innlónda presta, sem nú Hytja út um hið víðlenda Kínaveldi þann fagn- aðarboðskap, að »oss sje frelsari fæddur«. Reiðist, en syndgið ekki. Abraham Lincoln, ríkisforseti, var allra manna hógværastur og gæfastur, þótt hauu stæði í mörg- um stórræðum.

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.