Ný kristileg smárit - 01.02.1893, Side 7
7
á með athygli, og ljet í ljósi sjerstaka ánægju
sína og tilhlökkun yfir því, að lifa svó fögru og
fullkomnu lífi, og verða sannhelgur maður. Prior-
inn sagði þá, að á engu riði meira til þess að
verða sannhelgur, en að sýna hlýð?ii, skilyrðislausa
hlýðni, án þess að spyrja uin, hvers vegna svo
væri boðið, og hjet konungur að hlýða honum í
hverju einu og bregða hvergi út af. þá mælt.i
munkurinn: »Hverfið þjer þá aptur, herra, til
veldisstóls yðvars, og rækið skyldur yðar í þeirri
stöðu, sem Guð hefir sett yður í«. Konungur ljet
sjer þetta að kenningu verða, og hvarf aptur til
ríkisstjórnarinnar. Eptir það varð það orðtak
þegna hans um stjórn hans allt til dauðadags:
»Hinrik konungur lrefir lært að hlýða, og með því
hefir hann og lært að stjórna«.
Auga Guðs-
Herforinginn La Fayette segir sjálfur frá því, að
þá er hann var bandingi, tók hann eptir því, að
lítið gat var á hurðinni í klefa hans; það var eigi
stærra en svo, að rjett að eins máttisjá um það,
hvað fram fór inni fyrir. Hermaður stóð sífellt á
verði fyrir utan hurðina, til að hafa nákvæmar
gætur á hverri hreyfingu hans, og auga hermanns-
ins hvíldi stöðugt á honum. Herforinginu var
mesti fullhugi, og það var fjarri honum að gugna,
þótt eitthvað bljesi honum á móti; og þó segir
hann svo frá, að að sjer hafi þótt nóg um, er
hann á hverri stundu sá þetta njósnandi auga
hvíla á sjer, og það svo, að sjer hafi virzt það