Ný kristileg smárit - 01.11.1894, Qupperneq 3

Ný kristileg smárit - 01.11.1894, Qupperneq 3
75 jeg glöggt, hvaða ritnmgargrein presturinn las yfir mjer, þegar hann fermdi mig, því þau orð snertu hjarta mitt, og Guði sje lof að þau hafa líka varð- veizt þar um æfi mína og opt styrkt mig og haldið mjer frá illu. Jeg segi þjer það satt, Pjetur minn, að betra hefði mjer þótt, að þú hefðir ekki getað svarað einhverri spurningunni, en hefðir munað ritningargreinina þína. Heyrðu, góði minn, hvar varstu þá með hugann? P j et ur (lítur glaðlega til ömmu sinnar): Hjá Drottni Jesú, frelsara mínum. Jeg skal segja þjer, að þeg- ar jeg gekk inn að altarinu, þá var mjer þungt niðri fyrir og þó var jeg jafnframt glaður í anda, og jeg gat varla hugsað um neitt sjerstakt, held- ur andvarpaði með sjálfum mjer: Góði frelsari, Drottinn Jesús, hjálpaðu mjer til að verða sann- kristinn maður! Og þegar jeg kraup niður, þá eiginlega hvorki heyrði eða sá jeg neitt, heldur fylltust augu mín tárum, og mjer lá við að kalla upp og segja: Ó, Drottinn Jesús, gefðu mjer sanna og öfluga trú á þig! Og þegar jeg stóð upp apt- ur, vissi jeg ekki, hvað presturinn hafði sagt. Amman (leitai' eptir vasaklútnum síuum,þurkar Bj'er um augun og segir): Pyrst því er svona varið, elsku barnið mitt, þá er jeg ánægð og segi ekki annað en þetta: Guð blessi þig og láti þig aldrei glata þessu hugarfari! Pjetur: Mjer þykir samt ósköp vænt um, að presturinn skrifaði ritningargreinina í sálma- bókina mína, svo að jeg þó veit, hver hún er og hefi hana hjá mjer. Amman: Jæja, segðu mjer hana þá.

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.