Ný kristileg smárit - 01.11.1894, Blaðsíða 10

Ný kristileg smárit - 01.11.1894, Blaðsíða 10
82 tugur að aldri, hár vexti, vel búinn, eu granuur mjög og óhraustlegur útlits. Spurði hann mig að nafni, aldri, stöðu og fæðingarstað, og loks innti hann mig eptir því, hvort jeg hefði ekki fyrir mörgum, mörgum árum, er jeg var drengur að aldri, boðið drukknum manni, sem vanhelgaði hvíldardaginn, sæti hjá nijer í kirkjunni. Jeg varð öldungis forviða við þessa spurningu, því maðurinn, sem við mig ræddi, var enginn anDar en gárungs-pilturinn, sem hún móðir mín sáluga hafði látið sjer svo umhugað um og beðið svo rækilega fyrir. — Sagði hann mjer nú nokkuð af æfi sinni. Haun var borinn í bænum Leeds á Englandi af góðum og ráðvöndum foreldrum, er höfðu menntað hann vel og alið hann upp í guðsótta og góðum siðum. Fjórtán vetra gamall roissti hann föður sinn, og varð móðir hans sökum fátæktar að láta hann hætta við skólalærdóm og korna honum fyr- ir til iðnaðarnáms. Við það nám vandist hann á margt illt, og urðu svo mikil brögð að illum lifn- aði hans, að það dró móður hans til dauða. Var nú enginn, sem hefði eptirlit með honum; gekk hann þá úr vistinni frá kennara sínum og fór til Skotlands. Hafói hanu dvalið 2 ár í Glasgow og lifað í svalli og andvaraleysi, þegar móðir mín varð, eins og fyr er frá sagt, til þess að bjarga honum úr þjónustu syndarinnar. Að sjá móður ganga með barn sitt á vegum Drottins og sækja guðshús, vakti hjá honum endurminningar um liðna æskudaga, um móður hans, er hann hafði bakað svo mikla sorg og mæðu síðustu æfiár henn- ar og leitt til grafar með illu háttalagi sínu. Varð

x

Ný kristileg smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.