Ný kristileg smárit - 01.11.1894, Blaðsíða 5

Ný kristileg smárit - 01.11.1894, Blaðsíða 5
77 hefi opt skrökvað, opt verið óþægur og óhlýðinn; jeg hefi opt sært þig og gjört þjer á móti, og margt annað illt hefi jeg aðhafzt. En þú hefir fyrirgefið mjer það allt, og í dag hefir frelsari minn líka fyrirgefið mjer, og til fullvissu um það veitir hann mjer aðgang að heilagri kvöldmáltíð. Jeg ætla ekki framar að aðhafast það sem illt er, held- ur verða nýr og betri maður; jeg ætla ekki að vera fermdur til ónýtis. í dag hefi jeg staðfesfc skírnarsáttmála minn og unnið helg og dýr heit, og þau ætla jeg mjer með Guðs hjálp að halda„ Viljann til liins góða hefi jeg, og hann mun vissu- lega gefa mjer krapt til að framkvæma það, því hann er trúfastur. Amman: Já, fylgdu honum, Pjeturminn! Jeg hefi nú sex um sjötugt, og aldrei hefir mig eitt augnablik iðrað þess, að jeg hneigðist að honum og fylgdi honum; og þig mun ekki heldur iðra þess. En óteljandi sinnum hefir mig iðrað þessf að jeg liíði oflengi í andvaraleysi, áður en jeg koiu til Jesú, og yfir þessu hefi jeg úthellt beiskum tárum. Ó, hvað það gleður mig, að þú, barnið mitt, hefir hneigt hjarta þitt til hans þegar í æsku. Æ, vertu ætíð hjá honum, og yfirgefðu hann aldrei! Pjetur: Biddu fyrir mjer, góða amma mín, að jeg megi reynast honum trúr! Amman: Já, það skal jeg með ánægju gjöra; en jeg á nú úr þessu ekki langt eptir hjerna megin, til að biðja fyrir þjer. Hæglega gæti það komi5 fyrir, að morgundagurinn yrði minn síðasti, og að Drottinn þá kallaði mig heim til sín. En Guði sje lof, að jeg get farið hjeðan í friði!

x

Ný kristileg smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.